Skólasystur sem nálgast listsköpun hver á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:30 Aðalheiður, Anna Jóa, Hulda og Ragnheiður gáfu sér tíma til að stilla sér upp í Grafíksalnum fyrir myndatöku. Vísir/Hanna Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira