Myndlistasýning og tónleikar í Garðaholti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Álfheiður Ólafsdóttir sýnir sín verk. Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Álfheiður Ólafsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð opnar listsýningu á olíumálverkum í Króki Garðaholti kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 6. ágúst næstkomandi. Á opnuninni munu þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari flytja nokkur lög. Álfheiður er menntaður myndlistamaður frá Myndlista og handíðaskólanum. Hún hefur sýnt víða, myndirnar hafa selst víða um heim og eru einnig í opinberri eigu. Sveitarómantíkin, húmorinn, kærleikurinn og litagleðin er skammt undan í málverkunum. Á sýningunni eru húsdýrin sem heilla og ævintýraveröldin. Álfheiður flutti nýverið ásamt fjölskyldu sinni Suður í Flóa, umhverfið í Flóanum og dvölin á vinnustofunni í Króki eru innblástur verkanna á sýningunni.Tónleikar í Króki GarðaholtiJóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika á Króki á Garðaholti alla laugardaga í ágúst kl.14 og 16. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu „Garklein“ 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Tónlistarkonurnar koma til með að vera staðsettar í fjósinu á Króki en áheyrendur hins vegar í hlöðunni og því berast tónarnir þeim í gegnum tvær heygjafalúgur. Spennandi hljóðupplifun í sögulegu og fallegu umhverfi.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira