Flutningur Aliciu var óaðfinnanlegur, eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan, en það sem vakti einnig athygli var að hún var ekki með snefil af förðun á sér. Yfirleitt þegar söngvarar, kvenkyns og karlkyns, koma fram á svo stórum tónleikum eru þau með einhverskonar förðun á sér en Alicia sleppti því alfarið.
Það er ekki hægt að segja að það hafi skipt einhverju máli upp á útgeislun hennar eða frammistöðu hennar á flokksþinginu en hún var glæsileg eins og alltaf. Hún hefur mikið gagnrýnt fegurðarstandarda samfélagsins og hét því fyrir stuttu að hún muni núna byrja að koma fram án förðunar. Hún er greinilega að standa við orð sín og það verður gaman að sjá hvort að einhverjar fleiri stjörnur fylgi í fótspor hennar.