Leiðsögn um Rætur Árbæjar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Hér má sjá einn af könnunarskurðunum. Víst er að skurðirnir geta og hafa nú þegar sagt okkur ýmislegt um sögu bæjarstæðis Árbæjar. Mynd/Árbæjarsafn Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí. Fornminjar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí.
Fornminjar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira