Í júníblaði Glamour var að finna einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að forðast þessi mistök og skipuleggja snyrtibudduna fyrir ferðalagið, hvort sem það sé útilegan, borgarferðin, sólarlandaferðin eða ferðalög á exótískar slóðir, og er tilvalið að setja það hér inn fyrir stærstu ferðahelgi ársins.
Hér eru nokkur ráð til að fylgja:
- Fjölnota vörur eru stórsniðugur kostur þegar pakkað er fyrir ferðalag.
- Skipuleggðu förðunarvörurnar eftir því í hverju þú ætlar að vera og eftir veðri.
- Notaðu gellakk yfir naglalakkið svo það haldist vel á allt fríið.
- Reyndu að pakka snyrtivörum sem ólíklegt er að leki eða springi, eins og hreinsikremi í stað -mjólkur.
Útilegan

Og það má alveg vera pæja í lopapeysunni. Litlar pakkningar, fjölnota hreinsir sem þægilegt er að nota og gott rakakrem fyrir húðina.
Borgarfríið

Fjölnota snyrtivörur, andlitskrem með sólar- og mengunarvörn og hársprey sem passar í töskuna er málið.
Sólarlandaferð

Við sólbrúna húð er fallegt að vera með brons og gyllta tóna og svo er alveg nauðsynlegt að tapa ekki pæjuskapnum og splæsa í góðan vatnsheldan maskara.
Safaríferðin

Það er samt líka nauðsynlegt að vera vel til hafður og því eru góðar augabrúnavörur og fallegt sólarpúður skylda í snyrtibudduna.