Theresa May næsti forsætisráðherra Bretlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 11:20 Theresa May verður næsti forsætisráðherra Bretlands. vísir/getty Andrea Leadsom mun ekki bjóða sig fram til að leiða Íhaldsflokkinn í ríkisstjórn. Þetta tilkynnti hún fyrir skemmstu en þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að Theresa May innanríkisráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands þar sem David Cameron mun hætta vegna niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. May er nú ein eftir í framboði til leiðtoga Íhaldsflokksins og mun því ekki vera kosið heldur mun sérstök nefnd innan Íhaldsflokksins skipa nýjan leiðtoga. Afar ólíklegt er að gengið verði framhjá May þar sem hún nýtur meðal annars mikils stuðnings innan þingflokks Íhaldsflokksins. í yfirlýsingu sem Leadsom las upp kvaðst hún ekki hafa nægan stuðning innan þingflokksins til þess að leiða ríkisstjórn. Hún hefði því ákveðið að hætta við framboð sitt og sagðist styðja May heilshugar. May verður önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands en sú fyrsta var einnig leiðtogi Íhaldsflokssins, Margaret Thatcher. Samkvæmt Guardian verður Theresa May orðin forsætisráðherra í lok vikunnar og jafnvel fyrr en upphaflega átti kjörið um nýjan leiðtoga ekki að fara fram fyrr en í byrjun september. May bíður það erfiða verkefni að stýra útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní þar sem rúmlega helmingur Breta kaus að ganga úr ESB. May hefur sagt að ekki komi til greina að sniðganga niðurstöðuna en hún var ein þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem vildi vera áfram í ESB. Brexit Tengdar fréttir Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21 Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13 Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Andrea Leadsom mun ekki bjóða sig fram til að leiða Íhaldsflokkinn í ríkisstjórn. Þetta tilkynnti hún fyrir skemmstu en þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að Theresa May innanríkisráðherra verði næsti forsætisráðherra Bretlands þar sem David Cameron mun hætta vegna niðurstöðu Brexit-kosningarinnar. May er nú ein eftir í framboði til leiðtoga Íhaldsflokksins og mun því ekki vera kosið heldur mun sérstök nefnd innan Íhaldsflokksins skipa nýjan leiðtoga. Afar ólíklegt er að gengið verði framhjá May þar sem hún nýtur meðal annars mikils stuðnings innan þingflokks Íhaldsflokksins. í yfirlýsingu sem Leadsom las upp kvaðst hún ekki hafa nægan stuðning innan þingflokksins til þess að leiða ríkisstjórn. Hún hefði því ákveðið að hætta við framboð sitt og sagðist styðja May heilshugar. May verður önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands en sú fyrsta var einnig leiðtogi Íhaldsflokssins, Margaret Thatcher. Samkvæmt Guardian verður Theresa May orðin forsætisráðherra í lok vikunnar og jafnvel fyrr en upphaflega átti kjörið um nýjan leiðtoga ekki að fara fram fyrr en í byrjun september. May bíður það erfiða verkefni að stýra útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní þar sem rúmlega helmingur Breta kaus að ganga úr ESB. May hefur sagt að ekki komi til greina að sniðganga niðurstöðuna en hún var ein þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem vildi vera áfram í ESB.
Brexit Tengdar fréttir Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21 Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13 Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona Valið stendur á milli Andrea Leadsom orkumálaráðherra og Theresa May innanríkisráðherra 7. júlí 2016 16:21
Rétt að halda öllum kostum opnum Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gefa Bretum andrými vegna Brexit. 9. júlí 2016 13:13
Brexit-atkvæðagreiðslan verður ekki endurtekin Fjórar milljónir Breta höfðu krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin. 9. júlí 2016 14:45