Nautnastunur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Það eru allir að njóta. Sumarsalat. Mmmm, ég ætla að njóta. Skrilljón kílómetrar að baki. Þrútin af áreynslu með ískaldan drykk í hendi. Nú verður sko notið. Í sumarbústað og mynd af börnum í heitum potti á samfélagsmiðlunum, í bakgrunni malar grillið. Njótið ykkar! er skrifað undir myndinni. Leyfa sér smá. Að njóta. Njóta punktur is. Allar þessar sólarnautnir og nautnamiðlar búa til sumarfrískvíða. Ég er enn að venjast því að eiga rétt á langþráðu sumarfríi eftir mörg námsár með sumarfrísfríu fæðingarorlofi inn á milli. Í ár fer ég seint í frí og því fær kvíðinn að dafna. Með hverjum sólardegi minnka nefnilega líkurnar á að það verði sól í mínu fríi. Varla verður sól á hverjum degi í sumar! En ef það verður sól, þá fyrst er ég í klandri. Því þá neyðist ég til að njóta í botn. Fjallgöngur, hjólreiðar, sólbrúnir kroppar, vatnsslagur og dúndrandi hamingja. Helst ástarævintýri. Dugar ekki að njóta, það þarf líka að njótast. Þetta er svakalegt álag. Vinkona mín sem er í löngu og góðu sumarfríi hringdi í mig um daginn. Hún var sumarbuguð. Hana langaði ekki í sund. Hana langaði ekki að fara í hjólreiðatúr. Hún nennti ekki að borða salat og drekka hvítvín með gamalli vinkonu og fara á trúnó. Hún nennti alls ekki að vera í kringum eirðarlaus sumarfrísbörnin sín sem biðja um eitthvað að borða á hálftíma fresti. Og spyrja hvað þau megi gera fyrst þau mega ekki fara í tölvuna því þau eiga að njóta sumarsins. Hvað gerum við í dag? Hvað er planið? Hana langaði helst af öllu að setja þau í hámarkstíma í barnapössun í Kringlunni, draga fyrir stofugluggann og horfa á vídjó. Gerðu það bara, sagði ég við hana. Njóttu.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Það eru allir að njóta. Sumarsalat. Mmmm, ég ætla að njóta. Skrilljón kílómetrar að baki. Þrútin af áreynslu með ískaldan drykk í hendi. Nú verður sko notið. Í sumarbústað og mynd af börnum í heitum potti á samfélagsmiðlunum, í bakgrunni malar grillið. Njótið ykkar! er skrifað undir myndinni. Leyfa sér smá. Að njóta. Njóta punktur is. Allar þessar sólarnautnir og nautnamiðlar búa til sumarfrískvíða. Ég er enn að venjast því að eiga rétt á langþráðu sumarfríi eftir mörg námsár með sumarfrísfríu fæðingarorlofi inn á milli. Í ár fer ég seint í frí og því fær kvíðinn að dafna. Með hverjum sólardegi minnka nefnilega líkurnar á að það verði sól í mínu fríi. Varla verður sól á hverjum degi í sumar! En ef það verður sól, þá fyrst er ég í klandri. Því þá neyðist ég til að njóta í botn. Fjallgöngur, hjólreiðar, sólbrúnir kroppar, vatnsslagur og dúndrandi hamingja. Helst ástarævintýri. Dugar ekki að njóta, það þarf líka að njótast. Þetta er svakalegt álag. Vinkona mín sem er í löngu og góðu sumarfríi hringdi í mig um daginn. Hún var sumarbuguð. Hana langaði ekki í sund. Hana langaði ekki að fara í hjólreiðatúr. Hún nennti ekki að borða salat og drekka hvítvín með gamalli vinkonu og fara á trúnó. Hún nennti alls ekki að vera í kringum eirðarlaus sumarfrísbörnin sín sem biðja um eitthvað að borða á hálftíma fresti. Og spyrja hvað þau megi gera fyrst þau mega ekki fara í tölvuna því þau eiga að njóta sumarsins. Hvað gerum við í dag? Hvað er planið? Hana langaði helst af öllu að setja þau í hámarkstíma í barnapössun í Kringlunni, draga fyrir stofugluggann og horfa á vídjó. Gerðu það bara, sagði ég við hana. Njóttu.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun