Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 09:44 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Molde Fotballklubb á Youtube Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira