Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júlí 2016 08:00 Diskóboltarnir í Boogie Trouble eru ávallt hressir og kátir. Vísir/Anton Brink Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég. Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég.
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira