Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2016 09:00 Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr laxveiðiánum í gær og þar kemur greinilega fram að árið er vel yfir meðallagi. Veiðin í ánum er búin að vera geysilega góð en er ekki að ná árinu í fyrra sem er eit af bestu veiðisumrum fyrr og síðar á Íslandi. Núna eru fimm ár komnar yfir 1.000 laxa þegar júlí er hálfnaður og ennþá alla vega fjórar vikur eftir af veiðitíma sem yfirleitt er talinn vera aðaltíminn. Það er kannski ekki hægt að tala um aðaltíma eða "prime time" lengur nema þá undir þeim formerkjum að um göngutíma sé að ræða því margar árnar eru með góða og jafna veiði út veiðitímann. Vikuveiðin í ánum er búin að vera góð og sem dæmi um það má kannski nefna tvær ár. Ytri Rangá er hæst af ánum sem er haldið uppi með sleppingum en þar veiddust 804 laxar í vikunni og svo er það Miðfjarðará sem skilar mestu vikuveiðinni af náttúrulegu ánum en þar veiddust 369 laxar í vikunni. Tíu hæstu árnar eru eftirtaldar og heildarveiðin er í sviga: Ytri Rangá (1720), Miðfjarðará (1077), Eystri Rangá (1442), Þverá/Kjarrá 1003 (282), Blanda (1300), Norðurá (801), Laxá í Aðald. (378), Langá (471), Haffjarðará (565), Laxá í Dölum (218). Heildarlistann má síðan finna hér. Mest lesið Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Eldvatnsbotnar að detta inn Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Samstarfi um Straumfjarðará slitið Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr laxveiðiánum í gær og þar kemur greinilega fram að árið er vel yfir meðallagi. Veiðin í ánum er búin að vera geysilega góð en er ekki að ná árinu í fyrra sem er eit af bestu veiðisumrum fyrr og síðar á Íslandi. Núna eru fimm ár komnar yfir 1.000 laxa þegar júlí er hálfnaður og ennþá alla vega fjórar vikur eftir af veiðitíma sem yfirleitt er talinn vera aðaltíminn. Það er kannski ekki hægt að tala um aðaltíma eða "prime time" lengur nema þá undir þeim formerkjum að um göngutíma sé að ræða því margar árnar eru með góða og jafna veiði út veiðitímann. Vikuveiðin í ánum er búin að vera góð og sem dæmi um það má kannski nefna tvær ár. Ytri Rangá er hæst af ánum sem er haldið uppi með sleppingum en þar veiddust 804 laxar í vikunni og svo er það Miðfjarðará sem skilar mestu vikuveiðinni af náttúrulegu ánum en þar veiddust 369 laxar í vikunni. Tíu hæstu árnar eru eftirtaldar og heildarveiðin er í sviga: Ytri Rangá (1720), Miðfjarðará (1077), Eystri Rangá (1442), Þverá/Kjarrá 1003 (282), Blanda (1300), Norðurá (801), Laxá í Aðald. (378), Langá (471), Haffjarðará (565), Laxá í Dölum (218). Heildarlistann má síðan finna hér.
Mest lesið Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Eldvatnsbotnar að detta inn Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Samstarfi um Straumfjarðará slitið Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði