Ég sæki í eitthvað sem getur komið mér á óvart Magnús Guðmundsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona segist gefa efnunum hlutverk og svo taki þau við og fullmóti verkin. Visir/Eyþór Næsta laugardag opnar Anna Rún Tryggvadóttir einkasýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Kvikefni. Anna Rún hefur áður haldið einkasýningar hérlendis og í Kanada en hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk mastersnámi í myndlist frá Concordia-háskólanum í Montreal árið 2014. Ferill Önnu Rúnar hefur þó ekki verið alfarið bundinn við myndlistina en heimspeki og leikhús hafa einnig komið við sögu. „Já, eftir að ég kláraði myndlistina hér heima og áður en ég fór til Kanada 2009 fór ég í listfræði og heimspeki hérna heima. Sama ár byrjaði ég að taka hliðarskref inn í leikhúsið samhliða myndlistinni með Þorleifi Arnari Arnarssyni leikstjóra. Fyrst sem búningahönnuður og síðar fór ég einnig að hanna leikmyndir en ég hef aðallega unnið í leikhúsi í Þýskalandi og Sviss og reyndar sýnt líka í Noregi og svo unnið við tvær uppfærslur hér heima.Hliðstæður við leikhúsið Ég er þó fyrst og fremst myndlistarmaður og hef verið að vinna við myndlist síðustu fimmtán ár þó svo ég hafi á þeim tíma haldið mörgum hliðardyrum opnum og þar á meðal leikhúsinu en nú er ég búin að vera að einbeita mér að myndlistinni síðastliðið eitt og hálft ár. En vissulega hefur leikhúsið haft mikil áhrif á mig á þessum tíma. Aðallega áttaði ég mig á því hvað það voru miklar hliðstæður í myndlistinni minni og leikhúsinu að því leyti að ég er svo mikið að vinna sem eins konar leikstjóri eða valdhafi í myndlistinni sem ég framleiði. Ég er mikið að skoða stjórn og stjórnleysi sem er svipað því að vinna í leikhúsi þar sem maður vinnur með endalaust margar breytur sem maður hefur ekki fullkomna stjórn á. Í rauninni fór ég að vinna meira meðvitað með það að stilla upp þeim efnum sem ég var að vinna með eins og ég væri að vinna með lítil sviðsverk eða performansa þar sem ég læt efnin vinna eða vera að vinna sjálf og opinbera þannig sína eiginleika. Ég svona gef þeim ákveðin hlutverk og svo taka þau við ekki ósvipað og gerist í leikhúsi.“Tvö af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Kvikefni. Visir/EyþórSöguþráður efnisins Anna Rún hefur í gegnum tíðina sýnt bæði verk sem eru verk í ferli og mótun á meðan á sýningu stendur sem og endanleg verk en á sýningunni að þessu sinni gefst kostur á að sjá hvort tveggja. „Sýningin sem ég er með núna kallast Kvikefni en það er eðlisfræðilegt hugtak yfir efni sem er á hreyfingu. Ég er að sýna bæði tvívíð vatnslitaverk og skúlptúr-innsetningu sem er raunverulega á hreyfingu, hann er lifandi, og samanstendur af ýmsum efnum og aðalaflvakinn er geometrísk form úr klökum sem virka sem aflvaki annarra efna. Efna sem munu halda áfram að umbreytast eftir að klakinn bráðnar.“ Aðspurð hvort umrætt verk hafi ákveðinn lokapunkt segir Anna Rún að það sé einfaldlega við sýningarlok. „Þetta eru efni sem hafa mislangan líftíma en sum gætu lifað og haldið áfram að breytast mun lengur en sýningin stendur en önnur ekki. Ég er að vinna með lífræn efni og efni sem hafa líf í samstarfi við vatn, eins og svamp, leir og salt svo dæmi sé tekið. Svo er litur efni og stjórnun á forminu hefur verið að þróast í mínum verkum. Efnið hefur verið að ráða forminu en í hluta af teikningunum sem ég er að sýna núna er komin aðeins meiri stjórn og minni hending en ég er engu að síður að notfæra mér þessa eiginleika efnisins að stýra forminu og draga upp þess eigin söguþráð.“Visir/EyþórMiðlun upplifunar Í verkum Önnu Rúnar hefur hún því ekki eiginlega stjórn á því hvernig endapunktur verksins er en hún segir að sér finnist þó miklu erfiðara að detta í það að daðra við fullkomna stjórn. „Það er í svo mikilli mótstöðu við það hvernig ég upplifi lífið og mig í lífinu. Ég sæki því í það í minni myndlist að finna aðstæður þar sem eitthvað utanaðkomandi getur komið mér á óvart og vakið innblástur hjá mér. En auðvitað er þetta að sama skapi ákveðin leit að jafnvægi á milli þess að leggja niður verk sem virkar sem einstaklingur og hefur áhrif á mig sem persónu og alla þá óvissu sem myndast í hver eitt sinn. Ekki ólíkt því sem við þekkjum í samskiptum við annað fólk. Þetta er þörfin fyrir það að reyna að miðla þessum djúpstæðu abstrakt upplifunum af því að vera manneskja og vera í samskiptum við aðra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júlí 2016. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Næsta laugardag opnar Anna Rún Tryggvadóttir einkasýningu í Hverfisgalleríi undir yfirskriftinni Kvikefni. Anna Rún hefur áður haldið einkasýningar hérlendis og í Kanada en hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk mastersnámi í myndlist frá Concordia-háskólanum í Montreal árið 2014. Ferill Önnu Rúnar hefur þó ekki verið alfarið bundinn við myndlistina en heimspeki og leikhús hafa einnig komið við sögu. „Já, eftir að ég kláraði myndlistina hér heima og áður en ég fór til Kanada 2009 fór ég í listfræði og heimspeki hérna heima. Sama ár byrjaði ég að taka hliðarskref inn í leikhúsið samhliða myndlistinni með Þorleifi Arnari Arnarssyni leikstjóra. Fyrst sem búningahönnuður og síðar fór ég einnig að hanna leikmyndir en ég hef aðallega unnið í leikhúsi í Þýskalandi og Sviss og reyndar sýnt líka í Noregi og svo unnið við tvær uppfærslur hér heima.Hliðstæður við leikhúsið Ég er þó fyrst og fremst myndlistarmaður og hef verið að vinna við myndlist síðustu fimmtán ár þó svo ég hafi á þeim tíma haldið mörgum hliðardyrum opnum og þar á meðal leikhúsinu en nú er ég búin að vera að einbeita mér að myndlistinni síðastliðið eitt og hálft ár. En vissulega hefur leikhúsið haft mikil áhrif á mig á þessum tíma. Aðallega áttaði ég mig á því hvað það voru miklar hliðstæður í myndlistinni minni og leikhúsinu að því leyti að ég er svo mikið að vinna sem eins konar leikstjóri eða valdhafi í myndlistinni sem ég framleiði. Ég er mikið að skoða stjórn og stjórnleysi sem er svipað því að vinna í leikhúsi þar sem maður vinnur með endalaust margar breytur sem maður hefur ekki fullkomna stjórn á. Í rauninni fór ég að vinna meira meðvitað með það að stilla upp þeim efnum sem ég var að vinna með eins og ég væri að vinna með lítil sviðsverk eða performansa þar sem ég læt efnin vinna eða vera að vinna sjálf og opinbera þannig sína eiginleika. Ég svona gef þeim ákveðin hlutverk og svo taka þau við ekki ósvipað og gerist í leikhúsi.“Tvö af verkum Önnu Rúnar á sýningunni Kvikefni. Visir/EyþórSöguþráður efnisins Anna Rún hefur í gegnum tíðina sýnt bæði verk sem eru verk í ferli og mótun á meðan á sýningu stendur sem og endanleg verk en á sýningunni að þessu sinni gefst kostur á að sjá hvort tveggja. „Sýningin sem ég er með núna kallast Kvikefni en það er eðlisfræðilegt hugtak yfir efni sem er á hreyfingu. Ég er að sýna bæði tvívíð vatnslitaverk og skúlptúr-innsetningu sem er raunverulega á hreyfingu, hann er lifandi, og samanstendur af ýmsum efnum og aðalaflvakinn er geometrísk form úr klökum sem virka sem aflvaki annarra efna. Efna sem munu halda áfram að umbreytast eftir að klakinn bráðnar.“ Aðspurð hvort umrætt verk hafi ákveðinn lokapunkt segir Anna Rún að það sé einfaldlega við sýningarlok. „Þetta eru efni sem hafa mislangan líftíma en sum gætu lifað og haldið áfram að breytast mun lengur en sýningin stendur en önnur ekki. Ég er að vinna með lífræn efni og efni sem hafa líf í samstarfi við vatn, eins og svamp, leir og salt svo dæmi sé tekið. Svo er litur efni og stjórnun á forminu hefur verið að þróast í mínum verkum. Efnið hefur verið að ráða forminu en í hluta af teikningunum sem ég er að sýna núna er komin aðeins meiri stjórn og minni hending en ég er engu að síður að notfæra mér þessa eiginleika efnisins að stýra forminu og draga upp þess eigin söguþráð.“Visir/EyþórMiðlun upplifunar Í verkum Önnu Rúnar hefur hún því ekki eiginlega stjórn á því hvernig endapunktur verksins er en hún segir að sér finnist þó miklu erfiðara að detta í það að daðra við fullkomna stjórn. „Það er í svo mikilli mótstöðu við það hvernig ég upplifi lífið og mig í lífinu. Ég sæki því í það í minni myndlist að finna aðstæður þar sem eitthvað utanaðkomandi getur komið mér á óvart og vakið innblástur hjá mér. En auðvitað er þetta að sama skapi ákveðin leit að jafnvægi á milli þess að leggja niður verk sem virkar sem einstaklingur og hefur áhrif á mig sem persónu og alla þá óvissu sem myndast í hver eitt sinn. Ekki ólíkt því sem við þekkjum í samskiptum við annað fólk. Þetta er þörfin fyrir það að reyna að miðla þessum djúpstæðu abstrakt upplifunum af því að vera manneskja og vera í samskiptum við aðra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júlí 2016.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira