Fordómar í fermingu Hildur Björnsdóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Ég var stödd í fermingarveislu. Hann vatt sér upp að mér og hvíslaði lágum rómi. „Sérðu konuna þarna? Þú veist að hún er með geðhvarfasýki?“ Undirtónninn uppfullur af fordómum og ummælin viðhöfð í æsifréttastíl. Ég svaraði um hæl. „Sérðu manninn þarna? Þú veist að hann er með nýrnasteina?“ Ég set mig ekki á háan hest. Annan dag undir öðrum kringumstæðum hefði tilsvar mitt kannski verið annað. Ég hefði kannski tekið undir fordómana. Ég hefði kannski sýnt sögunni áhuga. En þennan dag undir þessum kringumstæðum blasti fáránleikinn við mér. Fordómar í garð geðsjúkra eru gamalþekkt fyrirbæri. Um geðsjúkdóma eru notuð fjölmörg hversdagsleg skammaryrði og mýmörg niðrandi ummæli. Þrátt fyrir mikla umræðu og aukinn skilning virðast fordómarnir enn flögra í umræðunni. Undanliðna áratugi hefur skilningur á eðli geðsjúkdóma stóraukist. Fjölmörg árangursrík úrræði standa til boða og meðferðarmöguleikarnir eru margir. Gjarnan má því engan mun finna á geðsjúkdómum og öðrum sjúkdómum – að lokinni greiningu má finna viðeigandi meðferð eða lækningu. Sjúklingarnir verða aftur eins og venjulegt fólk - með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum náð gríðarlegum árangri í umræðu og uppfræðslu um geðsjúkdóma, en umræðan verður að halda áfram. Fáfræðina verður að uppræta. Fordómunum verður að eyða. Fermingarveislur eru ekki vettvangur til yfirferðar á heilsufarssögu boðsgesta. Almennt hefur enginn áhuga á kíghósta móðurömmunnar eða nýrnasteinum náfrændans. Að sama skapi ætti gömul saga geðsjúkdóma ekki að sæta tíðindum. Njótum bara brauðtertunnar og hættum þessum kjaftagangi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun
Ég var stödd í fermingarveislu. Hann vatt sér upp að mér og hvíslaði lágum rómi. „Sérðu konuna þarna? Þú veist að hún er með geðhvarfasýki?“ Undirtónninn uppfullur af fordómum og ummælin viðhöfð í æsifréttastíl. Ég svaraði um hæl. „Sérðu manninn þarna? Þú veist að hann er með nýrnasteina?“ Ég set mig ekki á háan hest. Annan dag undir öðrum kringumstæðum hefði tilsvar mitt kannski verið annað. Ég hefði kannski tekið undir fordómana. Ég hefði kannski sýnt sögunni áhuga. En þennan dag undir þessum kringumstæðum blasti fáránleikinn við mér. Fordómar í garð geðsjúkra eru gamalþekkt fyrirbæri. Um geðsjúkdóma eru notuð fjölmörg hversdagsleg skammaryrði og mýmörg niðrandi ummæli. Þrátt fyrir mikla umræðu og aukinn skilning virðast fordómarnir enn flögra í umræðunni. Undanliðna áratugi hefur skilningur á eðli geðsjúkdóma stóraukist. Fjölmörg árangursrík úrræði standa til boða og meðferðarmöguleikarnir eru margir. Gjarnan má því engan mun finna á geðsjúkdómum og öðrum sjúkdómum – að lokinni greiningu má finna viðeigandi meðferð eða lækningu. Sjúklingarnir verða aftur eins og venjulegt fólk - með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum náð gríðarlegum árangri í umræðu og uppfræðslu um geðsjúkdóma, en umræðan verður að halda áfram. Fáfræðina verður að uppræta. Fordómunum verður að eyða. Fermingarveislur eru ekki vettvangur til yfirferðar á heilsufarssögu boðsgesta. Almennt hefur enginn áhuga á kíghósta móðurömmunnar eða nýrnasteinum náfrændans. Að sama skapi ætti gömul saga geðsjúkdóma ekki að sæta tíðindum. Njótum bara brauðtertunnar og hættum þessum kjaftagangi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun