Spjalla saman um hinsegin bókmenntir Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. júlí 2016 09:45 Ásta Kristín Benediktsdóttir er íslensku- og bókmenntafræðingur sem vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar. Mynd/Ásta Kristín Benediktsdóttir Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku. Hinsegin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Í dag á Kaffislipp fer fram viðburðurinn Hinsegin bókmenntaspjall á vegum Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO – en á Kaffislipp fara reglulega fram bókmenntaviðburðir af ýmsum toga. „Þetta er spjall þar sem ég og kanadíski rithöfundurinn Betsy Warland ætlum að ræða nýjustu bók hennar, Oscar of between, og hinsegin bókmenntir á Íslandi og í Kanada og hvaða gildi skrifleg tjáning hefur fyrir hinsegin fólk og reynslu þess,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur. Hún situr í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík og ritstýrir tímariti hátíðarinnar. Ásta vinnur að doktorsritgerð um samkynja ástir og hómóerótík í verkum Elíasar Mar og er einn ritstjóra greinasafns um hinsegin sögu sem kemur út á næsta ári. „Betsy er kanadískur rithöfundur af norskum ættum sem hefur gefið út 12 bækur, hefur verið mjög lengi með námskeið í skapandi skrifum og hefur unnið mikið með öðrum rithöfundum. Hún hefur skrifað bæði ljóðabækur og ritgerðir, hún hefur ritstýrt alls konar söfnum af ljóðum. Þessi bók hennar sem er að koma út núna er ekki hefðbundin endurminningabók heldur er skáldleg virkni í textanum – í þessari bók skrifar hún um sína reynslu af því að upplifa sig hvorki sem konu né karl heldur einhvers staðar þar á milli, það er að segja að finnast kynjahólfin ekki passa sér.“ Spjallið mun fara fram í dag klukkan 16.30 á Kaffislipp á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn. Það er frítt inn á þennan viðburð og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Athugið að dagskráin fer fram á ensku.
Hinsegin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira