Hannes er búinn að ganga frá þriggja ára samningi en hann kemur þangað frá hollenska liðinu NEC Nijmegen. Hannes var hinsvegar á láni hjá Bödo/Glimt í Noregi eftir að hann kom til baka úr axlarmeiðslum.
Hannes stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi og varði meðal annars flest skot af öllum markvörðum mótsins.
Velkommen til Randers FC, @hanneshalldorshttps://t.co/jNXSNfoHtnpic.twitter.com/ZaCqooM39R
— Randers FC (@Randers_FC) July 15, 2016
Randers FC var að leita að markverði eftir að Karl-Johan Johnsson fór til franska liðsins EA Guingamp.
„Við erum mjög ánægðir með hafa fá til okkar jafngóðan markvörð og Hannes Halldórsson. Hann var fastamaður í liði sem sló út England í sextán liða úrslitum EM. Þetta er markvörður með alþjóðlega reynslu," sagði Ole Nielsen, íþróttastjóri Eanders.
Hannes verður í hóp hjá Randers á mánudaginn þegar fyrsta umferðin í dönsku deildinni fer fram.