Stríðið gegn geitaostinum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. júlí 2016 07:00 Það ríkir samstaða í mjólkur- og ostakælinum þessa dagana. Við göngum þögul fram hjá vörum Mjólkursamsölunnar eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta fyrirtækið um 480 milljón krónur fyrir alvarleg samkeppnislagabrot. Menn nikka hver til annars um leið og þeir raða vörum samkeppnisaðilanna í körfuna. Afhjúpandi viðbrögð forstjóra MS í kjölfarið hjálpuðu ekki heldur. Það var auðvitað alveg rétt hjá honum að fyrirtækið ætlaði sér nefnilega að velta öllum kostnaðinum af sektinni beint yfir á neytendur. Það voru sennilega alls engin mismæli. Það er þess vegna sem samstaðan er svo sterk í mjólkurkælinum núna.Samstaðan í mjólkurkælinum Í þessu máli er Samkeppniseftirlitið vinur almennings, enda eru samkeppnislagabrot brot gegn almenningi. Almenningur er hins vegar í óþarflega erfiðri stöðu þegar kemur að því að sýna hug sinn til MS í verki. Það eru of fáir aðilar á markaði til að beina viðskiptunum til. Í nokkur ár hafa mjólkurvörurnar frá Örnu verið á borðum á mínu heimili, bæði vegna þess að þær eru mjög góðar en ekki síður vegna þess að fyrirtæki eins og Arna er nauðsynlegt mótvægi við risa á markaði. Þegar samkeppnisreglur komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn með setningu laganna sagður sá að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafnmikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er um vernd mannréttinda. Í ljósi þess hvað virk samkeppni á markaði er mikilvæg almenningi er ótrúlegt hvað stjórnvöld hafa lítið gert til að liðsinna almenningi um fleiri valkosti og meiri samkeppni á þessum markaði. Úrval af erlendum landbúnaðarvörum gæti auðveldlega verið meira sem hefði jákvæð áhrif á samkeppni og verðlag og síðast en ekki síst: myndi gleðja þau okkar óskaplega sem höfum gaman af því að borða góðan mat. Matarkarfan er nefnilega stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju.Frjálst flæði fíkniefna? Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Það er erfitt að átta sig á því hvort ræður meiru um þessa hugmyndafræði, hræðslan við eðlilega samkeppni eða hræðslan við erlendar landbúnaðarvörur. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálslyndis. Á vettvangi stjórnmálanna virðist meira að segja auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um frjálst flæði fíkniefna en að ætla að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. Á sama tíma og stjórnvöld eru einörð í afstöðu sinni í stríðinu gegn erlendu ostunum vex stuðningur við að endurskoða refsistefnuna í fíkniefnamálum og stuðningur við að afglæpavæða neyslu og vörslu á vægari ákveðnum fíkniefnum.Afglæpavæðing ostanna Auðvitað er það að bera saman epli og appelsínur, að ræða um vörslu fíkniefna og vörslu á erlendum ostum. Staðreyndin er hins vegar sú að við leyfum ekki frjálsa neyslu erlendra osta. Hinn útlenski geitaostur er enn glæpavæddur. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að Alþingi geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja óheftan innflutning á osti. Hún er augljóslega ekki lítil hættan sem menn telja að fylgi innflutningi á geitaosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Það ríkir samstaða í mjólkur- og ostakælinum þessa dagana. Við göngum þögul fram hjá vörum Mjólkursamsölunnar eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta fyrirtækið um 480 milljón krónur fyrir alvarleg samkeppnislagabrot. Menn nikka hver til annars um leið og þeir raða vörum samkeppnisaðilanna í körfuna. Afhjúpandi viðbrögð forstjóra MS í kjölfarið hjálpuðu ekki heldur. Það var auðvitað alveg rétt hjá honum að fyrirtækið ætlaði sér nefnilega að velta öllum kostnaðinum af sektinni beint yfir á neytendur. Það voru sennilega alls engin mismæli. Það er þess vegna sem samstaðan er svo sterk í mjólkurkælinum núna.Samstaðan í mjólkurkælinum Í þessu máli er Samkeppniseftirlitið vinur almennings, enda eru samkeppnislagabrot brot gegn almenningi. Almenningur er hins vegar í óþarflega erfiðri stöðu þegar kemur að því að sýna hug sinn til MS í verki. Það eru of fáir aðilar á markaði til að beina viðskiptunum til. Í nokkur ár hafa mjólkurvörurnar frá Örnu verið á borðum á mínu heimili, bæði vegna þess að þær eru mjög góðar en ekki síður vegna þess að fyrirtæki eins og Arna er nauðsynlegt mótvægi við risa á markaði. Þegar samkeppnisreglur komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn með setningu laganna sagður sá að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafnmikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er um vernd mannréttinda. Í ljósi þess hvað virk samkeppni á markaði er mikilvæg almenningi er ótrúlegt hvað stjórnvöld hafa lítið gert til að liðsinna almenningi um fleiri valkosti og meiri samkeppni á þessum markaði. Úrval af erlendum landbúnaðarvörum gæti auðveldlega verið meira sem hefði jákvæð áhrif á samkeppni og verðlag og síðast en ekki síst: myndi gleðja þau okkar óskaplega sem höfum gaman af því að borða góðan mat. Matarkarfan er nefnilega stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju.Frjálst flæði fíkniefna? Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Það er erfitt að átta sig á því hvort ræður meiru um þessa hugmyndafræði, hræðslan við eðlilega samkeppni eða hræðslan við erlendar landbúnaðarvörur. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálslyndis. Á vettvangi stjórnmálanna virðist meira að segja auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um frjálst flæði fíkniefna en að ætla að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum. Á sama tíma og stjórnvöld eru einörð í afstöðu sinni í stríðinu gegn erlendu ostunum vex stuðningur við að endurskoða refsistefnuna í fíkniefnamálum og stuðningur við að afglæpavæða neyslu og vörslu á vægari ákveðnum fíkniefnum.Afglæpavæðing ostanna Auðvitað er það að bera saman epli og appelsínur, að ræða um vörslu fíkniefna og vörslu á erlendum ostum. Staðreyndin er hins vegar sú að við leyfum ekki frjálsa neyslu erlendra osta. Hinn útlenski geitaostur er enn glæpavæddur. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að Alþingi geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja óheftan innflutning á osti. Hún er augljóslega ekki lítil hættan sem menn telja að fylgi innflutningi á geitaosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun