Saga þjóðar eru sögur af lífsbaráttu venjulegs fólks Magnús Guðmundsson skrifar 16. júlí 2016 11:00 Bækur Þar sem fjórir vegir mætast Tommi Kinnunen Þýðing: Erla E. Völudóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: Oddi Síðufjöldi: 290 Kápa: Erlend Askhov/Askhov Design „Þessar sögur áttu sér hvorki upphaf né endi og voru því eiginlega ekki almennilegar sögur. Til þess hefði hún þurft að segja þær oft áður, gleyma smám saman einhverjum smáatriðum úr þeim og finna önnur atriði úr öðrum sögum í staðinn, svo að þær mynduðu sem besta heild.“ Þetta litla brot úr finnsku skáldsögunni Þar sem fjórir vegir mætast eftir Tommi Kinnunen er í sjálfu sér ágætis lýsing á verkinu. Sögur Tommi Kinnunen eru þó almennilegar sögur af fólki og vel það og þær fléttast haganlega saman en þær eiga sér ekki endilega upphaf og endi umfram líf og dauða þeirra sem sagt er frá. Þar sem fjórir vegir mætast er ákaflega sterk og áhrifarík ættarsaga en á sama tíma saga fólksins í Norður-Finnlandi á liðinni öld. Saga þjóðar eru ótal sögur af venjulegu fólki. Upphaf sögunnar í hinni sjálfstæðu og hugrökku ljósmóður Maríu er einkar fallegt og táknrænt fyrir erfiða fæðingu þjóðar sem segja má að hafi vaxið úr grasi og náð miklum þroska á liðinni öld. Þetta er þjóð sem María kom í heiminn. Sumir lifðu fæðinguna af en aðrir ekki en áfram hélt þjóðin að mótast og verða að því sem hún er með kostum sínum og göllum. María er upphafspunktur ættarsögunnar og Kinnunen vinnur með afkomendur hennar og þá sem þeim tengjast fram eftir öldinni á áreynslulausan en í senn áhrifaríkan máta. Þó svo persónur séu að sumu leyti holdgervingar ákveðinna jaðarsettra eiginleika í finnsku samfélagi á hverjum tíma fyrir sig þá nær Kinnunen að skapa heildstæðar og sterkar persónur. Kannski ekki síst vegna breyskleika þeirra og ágalla sem gera þær svo óendanlega mannleg í heildrænni sögu af fólki sem ætlar sér stóra hluti en ekkert verður nokkurn tíma eins og það á að vera heldur eitthvað allt annað. Allt endurspeglast þetta í háreistu húsi fjölskyldunnar sem stendur í litla bænum á hjara veraldar þar sem fjórir vegir mætast. Það er algengt í finnskum skáldsögum að saga þjóðarinnar á síðustu öld sé ekki langt undan. En Kinnunen tekst að finna þar einkar ferskan vinkil sem rétt er að eftirláta lesendum að uppgötva. Það er þó ekki of mikið sagt með því að nefna að þrá persónanna eftir því að lífið sé ekki eins og það er heldur öðruvísi, er sterkur, sammannlegur þráður. Kinnunen tekst ágætlega til við að lýsa einföldum persónum með von í brjósti en sterkastar eru persónulýsingarnar í breyskleikanum og vonbrigðunum. Þar sem fjórir vegir mætast er áhrifarík fjölskyldu- og þjóðarsaga fólks sem enn tekst á við að rjúfa múra þagnarinnar um allt það sem er forboðið að vera og gera. Fólks sem tekst á við drauminn um að fá að vera eins og það er en ekki það sem samfélagið ætlar þeim og í þessum kunnuglega þræði er þetta saga sem á erindi til okkar allra með einum eða öðrum hætti. Og þó svo frásögurnar séu misgóðar og haldi ekki allar jafn vel þá er heildin sterk. Erla E. Völudóttir þýddi og er ekki annað að finna en að það sé gert með sóma. Tungumálið þróast lítið eitt í gegnum tíma sögunnar, svona rétt eins og á meðal þjóða, og full ástæða til þess að þakka þýðanda fyrir að koma til okkar sögu þessarar grannþjóðar sem við eigum eflaust sitthvað skylt með en þurfum að kynnast betur.Niðurstaða: Áhrifarík ættarsaga af fábrotnu fólki fléttast saman við magnaða sögu finnsku þjóðarinnar á liðinni öld. Bókmenntir Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Þar sem fjórir vegir mætast Tommi Kinnunen Þýðing: Erla E. Völudóttir Útgefandi: Bjartur Prentun: Oddi Síðufjöldi: 290 Kápa: Erlend Askhov/Askhov Design „Þessar sögur áttu sér hvorki upphaf né endi og voru því eiginlega ekki almennilegar sögur. Til þess hefði hún þurft að segja þær oft áður, gleyma smám saman einhverjum smáatriðum úr þeim og finna önnur atriði úr öðrum sögum í staðinn, svo að þær mynduðu sem besta heild.“ Þetta litla brot úr finnsku skáldsögunni Þar sem fjórir vegir mætast eftir Tommi Kinnunen er í sjálfu sér ágætis lýsing á verkinu. Sögur Tommi Kinnunen eru þó almennilegar sögur af fólki og vel það og þær fléttast haganlega saman en þær eiga sér ekki endilega upphaf og endi umfram líf og dauða þeirra sem sagt er frá. Þar sem fjórir vegir mætast er ákaflega sterk og áhrifarík ættarsaga en á sama tíma saga fólksins í Norður-Finnlandi á liðinni öld. Saga þjóðar eru ótal sögur af venjulegu fólki. Upphaf sögunnar í hinni sjálfstæðu og hugrökku ljósmóður Maríu er einkar fallegt og táknrænt fyrir erfiða fæðingu þjóðar sem segja má að hafi vaxið úr grasi og náð miklum þroska á liðinni öld. Þetta er þjóð sem María kom í heiminn. Sumir lifðu fæðinguna af en aðrir ekki en áfram hélt þjóðin að mótast og verða að því sem hún er með kostum sínum og göllum. María er upphafspunktur ættarsögunnar og Kinnunen vinnur með afkomendur hennar og þá sem þeim tengjast fram eftir öldinni á áreynslulausan en í senn áhrifaríkan máta. Þó svo persónur séu að sumu leyti holdgervingar ákveðinna jaðarsettra eiginleika í finnsku samfélagi á hverjum tíma fyrir sig þá nær Kinnunen að skapa heildstæðar og sterkar persónur. Kannski ekki síst vegna breyskleika þeirra og ágalla sem gera þær svo óendanlega mannleg í heildrænni sögu af fólki sem ætlar sér stóra hluti en ekkert verður nokkurn tíma eins og það á að vera heldur eitthvað allt annað. Allt endurspeglast þetta í háreistu húsi fjölskyldunnar sem stendur í litla bænum á hjara veraldar þar sem fjórir vegir mætast. Það er algengt í finnskum skáldsögum að saga þjóðarinnar á síðustu öld sé ekki langt undan. En Kinnunen tekst að finna þar einkar ferskan vinkil sem rétt er að eftirláta lesendum að uppgötva. Það er þó ekki of mikið sagt með því að nefna að þrá persónanna eftir því að lífið sé ekki eins og það er heldur öðruvísi, er sterkur, sammannlegur þráður. Kinnunen tekst ágætlega til við að lýsa einföldum persónum með von í brjósti en sterkastar eru persónulýsingarnar í breyskleikanum og vonbrigðunum. Þar sem fjórir vegir mætast er áhrifarík fjölskyldu- og þjóðarsaga fólks sem enn tekst á við að rjúfa múra þagnarinnar um allt það sem er forboðið að vera og gera. Fólks sem tekst á við drauminn um að fá að vera eins og það er en ekki það sem samfélagið ætlar þeim og í þessum kunnuglega þræði er þetta saga sem á erindi til okkar allra með einum eða öðrum hætti. Og þó svo frásögurnar séu misgóðar og haldi ekki allar jafn vel þá er heildin sterk. Erla E. Völudóttir þýddi og er ekki annað að finna en að það sé gert með sóma. Tungumálið þróast lítið eitt í gegnum tíma sögunnar, svona rétt eins og á meðal þjóða, og full ástæða til þess að þakka þýðanda fyrir að koma til okkar sögu þessarar grannþjóðar sem við eigum eflaust sitthvað skylt með en þurfum að kynnast betur.Niðurstaða: Áhrifarík ættarsaga af fábrotnu fólki fléttast saman við magnaða sögu finnsku þjóðarinnar á liðinni öld.
Bókmenntir Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira