Samsung kaupir í BYD Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 13:44 BYD framleiðir breiða línu fólksbíla og flutningabíla. Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Suður-kóreska stórfyrirtækið Samsung hefur nú keypt hlut í kínverska bílaframleiðandanum BYD, en ekki liggur fyrir hve stóran hlut, þó heyrst hafi að það sé um 4% í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö hyggjast á náið samstarf, ekki bara við framleiðslu bíla. BYD hefur gert sig verulega gildandi í framleiðslu rafmagnsbíla og á það væntanlega hlut í ákvörðun Samsung. Nú þegar markaðurinn fyrir snjallsíma hefur aðeins kólnað er ekki nema von að Samsung hugi að annarri nýsköpun. Ennfremur má eðlilegt teljast að Samsung vilji ekki sitja á hliðarlínunni á meðan Apple er að þróa sinn eigin rafmagnsbíl. Þá má gera ráð fyrir að skjáir þeir sem notaðir verða í BYD bíla á næstunni verði framleiddir af Samsung, sem og rafhlöður og örgjörvar. Hið kínverska BYD fyrirtæki er ekkert smáfyrirtæki, en þar vinna 130.000 manns, bæði við bílaframleiðslu og rafhlöðuframleiðslu fyrir síma, rafmagnsreiðhjól og fleiri tæki. BYD var stærsti framleiðandi heims á rafmagnsbílum í fyrra og framleiddi örlítið fleiri slíka bíla en Nissan. Hjá risafyrirtækinu Samsung unnu 489.000 manns árið 2014 og vafalaust fleiri í dag. Þessi tvö fyrirtæki er því með starfsmannafjölda sem samsvarar tvöföldum íbúafjölda Íslands.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent