Vilja banna Drift Mode nýs Ford Focus RS í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 09:30 Ford bílaframleiðandinn hefur sætt mikilli gagnrýni í Ástralíu eftir að nýr Ford Focus RS kom á markað þar í síðustu viku. Bíllinn er seldur með svokölluðu “Drift Mode” sem gerir nánast hvaða bílstjóra sem er kleift að keyra eins og leikara úr Fast & the Furious myndunum. Með því að ýta á einn takka má setja bílinn í þessa skrikstillingu og sér þá tölvukerfi bílsins um að hjálpa bílstjóranum við að ná stjórn á bílnum í fullkomnu hliðarskriði, ef að bílstjórinn botnar bílinn fyrir beygju. Ritstjóri billinn.is, Njáll Gunnlaugsson fékk tækifæri til að prófa Ford Focus RS á nýju kappakstursbrautinni í Kapelluhrauni á dögunum og getur vottað um að þessi möguleiki er fyrir hendi og afskaplega auðvelt að koma bílnum í þessar aðstæður. Í Ástralíu er svokallað “Drift” talið það hættulegt að lögregla í flestum fylkjum landsins má gera bíl ökumanns upptækan og taka af honum ökuskírteini í 6-12 mánuði gerist hann sekur að slíku athæfi á almannafæri. Hagsmunaaðilar í umferðaröryggismálum eru ekki ánægðir með að ekkert komi í veg fyrir að hægt sé að nota þessa stillingu bílsins á hvaða vegi sem er. Ford mun hafa tekið “Burnout” stillingu Mustang bílsins úr sambandi fyrir Ástralíumarkað. Umferðaröryggisfulltrúinn Harold Scruby er hlessa á að þessi tækni hafi verið leyfð í Ástralíu. “Aðvörun í mælaborðinu stoppar ekki einhvern fávita frá því að prófa þennan möguleika í almennri umferð” segir hann og hvetur Ford til að innkalla Focus RS bíla sína nú þegar og aftengja þennan búnað. Í yfirlýsingu frá Ford segir að “Drift Mode” sé aðeins ætlað fyrir brautarakstur og að dæmigerður kaupandi Focus RS skilji nauðsyn þess að prófa þennan búnað aðeins við öruggar aðstæður. Driftakstur hefur notið mikillar hylli, hérlendis sem erlendis og hafa tugir milljóna horft á Youtube myndbönd Ken Block sem notar Ford bíla í myndböndum sínum og mun næsta Gymkhana 9 myndband hans einmitt nota Ford Focus RS. Fyrir aðdáendur Ken Block má sjá Gymkhana 8 myndband hans frá Dubai á Facebook síðu billinn.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent
Ford bílaframleiðandinn hefur sætt mikilli gagnrýni í Ástralíu eftir að nýr Ford Focus RS kom á markað þar í síðustu viku. Bíllinn er seldur með svokölluðu “Drift Mode” sem gerir nánast hvaða bílstjóra sem er kleift að keyra eins og leikara úr Fast & the Furious myndunum. Með því að ýta á einn takka má setja bílinn í þessa skrikstillingu og sér þá tölvukerfi bílsins um að hjálpa bílstjóranum við að ná stjórn á bílnum í fullkomnu hliðarskriði, ef að bílstjórinn botnar bílinn fyrir beygju. Ritstjóri billinn.is, Njáll Gunnlaugsson fékk tækifæri til að prófa Ford Focus RS á nýju kappakstursbrautinni í Kapelluhrauni á dögunum og getur vottað um að þessi möguleiki er fyrir hendi og afskaplega auðvelt að koma bílnum í þessar aðstæður. Í Ástralíu er svokallað “Drift” talið það hættulegt að lögregla í flestum fylkjum landsins má gera bíl ökumanns upptækan og taka af honum ökuskírteini í 6-12 mánuði gerist hann sekur að slíku athæfi á almannafæri. Hagsmunaaðilar í umferðaröryggismálum eru ekki ánægðir með að ekkert komi í veg fyrir að hægt sé að nota þessa stillingu bílsins á hvaða vegi sem er. Ford mun hafa tekið “Burnout” stillingu Mustang bílsins úr sambandi fyrir Ástralíumarkað. Umferðaröryggisfulltrúinn Harold Scruby er hlessa á að þessi tækni hafi verið leyfð í Ástralíu. “Aðvörun í mælaborðinu stoppar ekki einhvern fávita frá því að prófa þennan möguleika í almennri umferð” segir hann og hvetur Ford til að innkalla Focus RS bíla sína nú þegar og aftengja þennan búnað. Í yfirlýsingu frá Ford segir að “Drift Mode” sé aðeins ætlað fyrir brautarakstur og að dæmigerður kaupandi Focus RS skilji nauðsyn þess að prófa þennan búnað aðeins við öruggar aðstæður. Driftakstur hefur notið mikillar hylli, hérlendis sem erlendis og hafa tugir milljóna horft á Youtube myndbönd Ken Block sem notar Ford bíla í myndböndum sínum og mun næsta Gymkhana 9 myndband hans einmitt nota Ford Focus RS. Fyrir aðdáendur Ken Block má sjá Gymkhana 8 myndband hans frá Dubai á Facebook síðu billinn.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent