Hörð barátta framundan um formennsku í breska Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2016 05:00 Theresa May etur kappi við Michael Gove og fleiri um formannsembættið. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira