Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir byrjuðu æfinguna í Annecy í gær á því að fara í skallatennis. Lars Lagerbäck fylgist með. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira