105 sm lax úr Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2016 10:00 Haukur Þórðarsson með 105 lax úr Gapastokk í Víðidalsá Mynd: Víðidalsá FB Víðidalsá er vel þekkt fyrir stórlaxa og þar koma nokkrir laxar á hverju sumri sem er um og yfir 100 sm. Það er í það minnsta búið að landa einum sem er líklega sá stærsti sem kominn er á land í sumar í laxveiðiánum. Það var veiðimaðurinn Haukur Þórðarsson sem landaði 105 sm laxi í veiðistaðnum Gapastokk af svæði tvo og eins og myndin ber með sér er þetta sannkallaður stórlax. Samkvæmt kvarðanum hjá Veiðimálastofnun er lax sem er 105 sm langur um það biul 11.5 kíló eða 23-25 pund. Þetta er glæsilegur lax og eins og öllum stórlaxi í Víðidalsá var honum sleppt eftir baráttuna. Stórlaxahlutfallið í ánni er annars með allra besta móti og töluvert af löxum um 100 sm hafa verið að sýna sig mjög víða í ánni. Veiðivísir óskar Hauk til lukku með laxinn. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði
Víðidalsá er vel þekkt fyrir stórlaxa og þar koma nokkrir laxar á hverju sumri sem er um og yfir 100 sm. Það er í það minnsta búið að landa einum sem er líklega sá stærsti sem kominn er á land í sumar í laxveiðiánum. Það var veiðimaðurinn Haukur Þórðarsson sem landaði 105 sm laxi í veiðistaðnum Gapastokk af svæði tvo og eins og myndin ber með sér er þetta sannkallaður stórlax. Samkvæmt kvarðanum hjá Veiðimálastofnun er lax sem er 105 sm langur um það biul 11.5 kíló eða 23-25 pund. Þetta er glæsilegur lax og eins og öllum stórlaxi í Víðidalsá var honum sleppt eftir baráttuna. Stórlaxahlutfallið í ánni er annars með allra besta móti og töluvert af löxum um 100 sm hafa verið að sýna sig mjög víða í ánni. Veiðivísir óskar Hauk til lukku með laxinn.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði