Aron Einar um víkingafagnið: „Þetta er bara grjóthart“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 15:30 Aron Einar Gunnarsson leiðir íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir sigurinn á Englandi. vísir/Vilhelm Víkingaklappið eða víkingaherópið sem íslenskir stuðningsmenn taka nokkrum sinnum í hverjum leik strákanna okkar á EM 2016 hefur vakið mikla athygli. Ekki vakti minni athygli þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiddi leikmennina, stuðningsmennina og íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir leikina gegn Austurríki og sérstaklega gegn Englandi. Í afslöppuðu og áhugaverðu viðtali við íslenska fjölmiðla á hóteli í Annecy í dag sagðist Aron Einar varla geta lýst því hvernig það hefði verið að standa fyrir framan nokkur þúsund manns eftir sigur á Englandi og leiða íslensku þjóðina í sigurvímu. „Þetta er náttúrlega bara grjóthart,“ sagði Aron Einar. „Þetta er stolið frá Skotlandi og Silfurskeiðin kemur með þetta inn í Tólfuna. Við erum bara búnir að eigna okkur þetta.“Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍslandhttps://t.co/dDYhDYAfyB — Síminn (@siminn) June 27, 2016 „Menn eru smeykir við þetta. Þetta sýnir bara hvernig við erum. Þetta er fullkomið fyrir okkur. Að vera þarna fremst og stjórna þessu er grjóthart. Það er eina orðið yfir þetta,“ sagði Aron Einar. Einstaka erlendir fjölmiðlar hafa líkt þessu við Haka-dans nýjsjálenska landsliðsins í ruðningi. Fyrir leik dansa leikmenn liðsins Haka sem er heróp Máranna, frumbyggja Nýja-Sjálands. Eitthvað svipað með víkingaklappið er ekki að fara að gerast hjá Íslandi. „Nei, það held ég ekki. Þá erum við komnir í smá rugl,“ sagði Aron Einar Gunnarsson léttur og kátur í dag. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 „Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30 Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00 Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37 „Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Víkingaklappið eða víkingaherópið sem íslenskir stuðningsmenn taka nokkrum sinnum í hverjum leik strákanna okkar á EM 2016 hefur vakið mikla athygli. Ekki vakti minni athygli þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiddi leikmennina, stuðningsmennina og íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir leikina gegn Austurríki og sérstaklega gegn Englandi. Í afslöppuðu og áhugaverðu viðtali við íslenska fjölmiðla á hóteli í Annecy í dag sagðist Aron Einar varla geta lýst því hvernig það hefði verið að standa fyrir framan nokkur þúsund manns eftir sigur á Englandi og leiða íslensku þjóðina í sigurvímu. „Þetta er náttúrlega bara grjóthart,“ sagði Aron Einar. „Þetta er stolið frá Skotlandi og Silfurskeiðin kemur með þetta inn í Tólfuna. Við erum bara búnir að eigna okkur þetta.“Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍslandhttps://t.co/dDYhDYAfyB — Síminn (@siminn) June 27, 2016 „Menn eru smeykir við þetta. Þetta sýnir bara hvernig við erum. Þetta er fullkomið fyrir okkur. Að vera þarna fremst og stjórna þessu er grjóthart. Það er eina orðið yfir þetta,“ sagði Aron Einar. Einstaka erlendir fjölmiðlar hafa líkt þessu við Haka-dans nýjsjálenska landsliðsins í ruðningi. Fyrir leik dansa leikmenn liðsins Haka sem er heróp Máranna, frumbyggja Nýja-Sjálands. Eitthvað svipað með víkingaklappið er ekki að fara að gerast hjá Íslandi. „Nei, það held ég ekki. Þá erum við komnir í smá rugl,“ sagði Aron Einar Gunnarsson léttur og kátur í dag. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 „Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30 Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00 Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37 „Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30
Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30
„Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30
Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00
Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37
„Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30