Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:00 Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi.? Mynd/Hanna „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira