Hittir beint í hjartastað Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 08:00 Aron Einar Gunnarsson í sigurvímunni eftir sigurinn á Englandií Nice á mánudagskvöld. Hann er að spila meiddur á EM en lætur það ekki stoppa sig. vísir/Vilhelm „Blessaðir, strákar,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson brosandi þegar nokkrir fulltrúar íslenska fjölmiðlahópsins sem fylgja strákunum okkar eftir í Frakklandi koma inn í herbergi á hóteli í Annecy þar sem fyrirliðinn bíður viðtals. Fjórir dagar eru síðan hann hann leiddi landsliðið til sigurs á Englandi og stóð svo fremstur og leiddi íslensku þjóðina í víkingaherópinu sem hefur vakið heimsathygli. Fyrirliðinn þarf að bíða í fimm mínútur á meðan fjölmiðlamenn koma sér fyrir. Hann bíður rólegur og fúlskeggjaður. „Þessir dagar eru búnir að vera ótrúlegir og lyginni líkastir í rauninni. Þetta er eitthvað sem maður mun muna eftir þangað til maður deyr,“ segir Aron spurður um dagana eftir sigurinn á Englandi. Dagana sem enginn Íslendingur mun gleyma. Þessi sigur hefur vakið heimsathygli, en á hverjum degi koma strákarnir okkar fyrir í stærstu fréttaskýringa- og skemmtiþáttum heims. „Það fíla allir þessa sögu sem við erum að skrifa og virða okkur meira en áður sem ég tel jákvætt. Við höfum öll saman rifið Ísland upp á hærra plan, hvort sem um ræðir fjölmiðlamenn, leikmenn, stuðningsmenn eða þjálfara. Það eru allir á sama plani og allir að róa í sömu átt. Við erum öll að bæta okkur í öllu sem er jákvætt fyrir framtíð íslenska fótboltans,“ segir Aron Einar.Aron Einar Gunnarsson mætir í viðtalið á Novotel í Annecy í gær.vísir/vilhelmViljum gera þetta aftur Gleðin var svo mikil eftir Englandsleikinn að okkar menn gleymdu sér aðeins á skýinu og komu ekki niður. Eða þannig hljómaði það þegar Lars Lagerbäck sendi strákunum væna pillu á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Án þess að nokkur maður hefði vitneskju um atvikið sagði Lars frá því að nokkrir leikmenn hefðu mætt of seint í kvöldmat og ekki fylgt settum reglum. Reglurnar hjá Lars og Heimi eru sárafáar en eftir þeim skal farið. „Þetta var smá misskilningur en ég hef ekki rætt þetta við Lars,“ segir Aron Einar beðinn um að útskýra þetta mál. „Það voru einhverjir seinir þarna og héldu að við þyrftum ekki að borða á hótelinu. Það heldur okkur bara á tánum [að fá svona skilaboð frá Lars, innsk. blm.]. Hann sendir okkur þarna pillu í fjölmiðlum og allt í góðu með það. Hann og Heimir ráða. Þetta kveikti bara í mönnum aftur. Hann veit alveg hvað hann er að gera, karlinn.“Aron Einar ræðir við fjölmiðla á hótelinu í Annecy.Vísir/VilhelmAron segir liðið enn vera að læra. Ekki má gleyma að Lars hefur farið á sjö sinnum fleiri stórmót en allt íslenska landsliðið til samans. Svona hluti ganga öll lið í gegnum og hvað þá á sínu fyrsta stórmóti. Menn lifa og læra sem er gott því þessi hópur ætlar sér á fleiri stórmót. Fyrirliðinn telur alveg eins gott að byrja að hugsa um undankeppni HM 2018 sem allra fyrst. „Við erum búnir að finna smjörþefinn af þessu núna og því er fullkominn tími núna til að byrja að ræða næstu undankeppni. Hana þurfum við að byrja vel. Við þurfum að vera á tánum hvað hana varðar því við erum í virkilega erfiðum riðli, en við viljum 100 prósent komast á HM,“ segir Aron Einar og bætir við: „Maður vill upplifa þetta aftur og ég veit að þið viljið það,“ segir Aron og bendir á þremenningana sem spyrja hann spjörunum úr í 20 mínútur. Allir þrír kinka kolli. „Það verður erfitt að koma sér aftur niður á jörðina en við þurfum að gera það eins fljótt og hægt er.“Hótelstýran fær mynd af sér með landsliðsfyrirliðanum.vísir/vilhelmKunna að meta stuðninginn Eins og margir vita missti Aron Einar af fæðingu sonar síns, Ólivers, í mars 2015 því hann var upptekinn með landsliðinu að vinna Kasakstan á leið liðsins á EM. Það var auðvitað erfið ákvörðun: „Eftir það ákvað ég bara að gera þetta nógu andskoti vel,“ segir Aron Einar. „Ég vildi ekki líta til baka og hugsa: „Djöfull, af hverju gerði ég þetta?“.“ Aron Einar er að spila meiddur. Hann þarf að fara í aðgerð eftir mótið og enginn veit hvenær hann verður klár að spila fyrir Cardiff, nú ef hann verður ekki keyptur eitthvert annað. Hann er stoltur fyrirliði stoltrar þjóðar og gerir allt fyrir Ísland. Hann kann líka að meta stuðninginn að heiman. „Maður fær skilaboð á Instagram og svona sem segir okkur að fólk kann að meta það sem við erum að gera. Það er bara okkar heiður að vera hérna og við kunnum að meta allan þennan stuðning. Við fengum allir snapptjött og myndir af Arnarhóli alveg pakkfullum. Það var eitthvað sem hitti beint hingað,“ segir Aron Einar Gunnarsson og ber sér á brjóst eins og víkingurinn sem hann er. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. 2. júlí 2016 21:45 Frábær blanda hjá frábæru liði Heimamenn í franska landsliðinu taka á móti strákunum okkar á Stade de France á sunnudaginn en margir spá Frökkum Evrópumeistaratitlinum. 2. júlí 2016 09:00 Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15 Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. 2. júlí 2016 11:30 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
„Blessaðir, strákar,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson brosandi þegar nokkrir fulltrúar íslenska fjölmiðlahópsins sem fylgja strákunum okkar eftir í Frakklandi koma inn í herbergi á hóteli í Annecy þar sem fyrirliðinn bíður viðtals. Fjórir dagar eru síðan hann hann leiddi landsliðið til sigurs á Englandi og stóð svo fremstur og leiddi íslensku þjóðina í víkingaherópinu sem hefur vakið heimsathygli. Fyrirliðinn þarf að bíða í fimm mínútur á meðan fjölmiðlamenn koma sér fyrir. Hann bíður rólegur og fúlskeggjaður. „Þessir dagar eru búnir að vera ótrúlegir og lyginni líkastir í rauninni. Þetta er eitthvað sem maður mun muna eftir þangað til maður deyr,“ segir Aron spurður um dagana eftir sigurinn á Englandi. Dagana sem enginn Íslendingur mun gleyma. Þessi sigur hefur vakið heimsathygli, en á hverjum degi koma strákarnir okkar fyrir í stærstu fréttaskýringa- og skemmtiþáttum heims. „Það fíla allir þessa sögu sem við erum að skrifa og virða okkur meira en áður sem ég tel jákvætt. Við höfum öll saman rifið Ísland upp á hærra plan, hvort sem um ræðir fjölmiðlamenn, leikmenn, stuðningsmenn eða þjálfara. Það eru allir á sama plani og allir að róa í sömu átt. Við erum öll að bæta okkur í öllu sem er jákvætt fyrir framtíð íslenska fótboltans,“ segir Aron Einar.Aron Einar Gunnarsson mætir í viðtalið á Novotel í Annecy í gær.vísir/vilhelmViljum gera þetta aftur Gleðin var svo mikil eftir Englandsleikinn að okkar menn gleymdu sér aðeins á skýinu og komu ekki niður. Eða þannig hljómaði það þegar Lars Lagerbäck sendi strákunum væna pillu á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Án þess að nokkur maður hefði vitneskju um atvikið sagði Lars frá því að nokkrir leikmenn hefðu mætt of seint í kvöldmat og ekki fylgt settum reglum. Reglurnar hjá Lars og Heimi eru sárafáar en eftir þeim skal farið. „Þetta var smá misskilningur en ég hef ekki rætt þetta við Lars,“ segir Aron Einar beðinn um að útskýra þetta mál. „Það voru einhverjir seinir þarna og héldu að við þyrftum ekki að borða á hótelinu. Það heldur okkur bara á tánum [að fá svona skilaboð frá Lars, innsk. blm.]. Hann sendir okkur þarna pillu í fjölmiðlum og allt í góðu með það. Hann og Heimir ráða. Þetta kveikti bara í mönnum aftur. Hann veit alveg hvað hann er að gera, karlinn.“Aron Einar ræðir við fjölmiðla á hótelinu í Annecy.Vísir/VilhelmAron segir liðið enn vera að læra. Ekki má gleyma að Lars hefur farið á sjö sinnum fleiri stórmót en allt íslenska landsliðið til samans. Svona hluti ganga öll lið í gegnum og hvað þá á sínu fyrsta stórmóti. Menn lifa og læra sem er gott því þessi hópur ætlar sér á fleiri stórmót. Fyrirliðinn telur alveg eins gott að byrja að hugsa um undankeppni HM 2018 sem allra fyrst. „Við erum búnir að finna smjörþefinn af þessu núna og því er fullkominn tími núna til að byrja að ræða næstu undankeppni. Hana þurfum við að byrja vel. Við þurfum að vera á tánum hvað hana varðar því við erum í virkilega erfiðum riðli, en við viljum 100 prósent komast á HM,“ segir Aron Einar og bætir við: „Maður vill upplifa þetta aftur og ég veit að þið viljið það,“ segir Aron og bendir á þremenningana sem spyrja hann spjörunum úr í 20 mínútur. Allir þrír kinka kolli. „Það verður erfitt að koma sér aftur niður á jörðina en við þurfum að gera það eins fljótt og hægt er.“Hótelstýran fær mynd af sér með landsliðsfyrirliðanum.vísir/vilhelmKunna að meta stuðninginn Eins og margir vita missti Aron Einar af fæðingu sonar síns, Ólivers, í mars 2015 því hann var upptekinn með landsliðinu að vinna Kasakstan á leið liðsins á EM. Það var auðvitað erfið ákvörðun: „Eftir það ákvað ég bara að gera þetta nógu andskoti vel,“ segir Aron Einar. „Ég vildi ekki líta til baka og hugsa: „Djöfull, af hverju gerði ég þetta?“.“ Aron Einar er að spila meiddur. Hann þarf að fara í aðgerð eftir mótið og enginn veit hvenær hann verður klár að spila fyrir Cardiff, nú ef hann verður ekki keyptur eitthvert annað. Hann er stoltur fyrirliði stoltrar þjóðar og gerir allt fyrir Ísland. Hann kann líka að meta stuðninginn að heiman. „Maður fær skilaboð á Instagram og svona sem segir okkur að fólk kann að meta það sem við erum að gera. Það er bara okkar heiður að vera hérna og við kunnum að meta allan þennan stuðning. Við fengum allir snapptjött og myndir af Arnarhóli alveg pakkfullum. Það var eitthvað sem hitti beint hingað,“ segir Aron Einar Gunnarsson og ber sér á brjóst eins og víkingurinn sem hann er.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. 2. júlí 2016 21:45 Frábær blanda hjá frábæru liði Heimamenn í franska landsliðinu taka á móti strákunum okkar á Stade de France á sunnudaginn en margir spá Frökkum Evrópumeistaratitlinum. 2. júlí 2016 09:00 Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15 Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. 2. júlí 2016 11:30 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum. 2. júlí 2016 21:45
Frábær blanda hjá frábæru liði Heimamenn í franska landsliðinu taka á móti strákunum okkar á Stade de France á sunnudaginn en margir spá Frökkum Evrópumeistaratitlinum. 2. júlí 2016 09:00
Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi. 2. júlí 2016 08:15
Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. 2. júlí 2016 11:30
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti