Erlent

Helminga bætur til flóttamanna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ráðherra innflytjendamála, Inger Støjberg
Ráðherra innflytjendamála, Inger Støjberg Vísir/Epa
Danir hafa lækkað um helming fjárhagsaðstoð við þúsundir flóttamanna til að fá þá til að fara út á vinnumarkaðinn.

Ráðherra innflytjendamála, Inger Støjberg, sagði við danska sjónvarpið að hefðu menn verið í Danmörku í fimm ár væri tímabært að þeir færu að vinna og héldu ekki áfram aðgerðarleysi á bótum.

Flóttamannahjálp Danmerkur óttast að fjölskyldur með dvalarleyfi hafi ekki efni á tómstundastarfi fyrir börn sín og hefur þess vegna stofnað sjóð þeim til aðstoðar. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×