„Við spilum einfalt og ef einhverjum finnst það lélegt er það bara þeirra skoðun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 19:00 Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Það var afskaplega létt yfir landsliðsþjálfurunum og fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag. Menn reittu af sér brandarana og tók Lars Lagerbäck meira að segja einn um tilhugalíf. Aron Einar Gunnarsson sagðist klár í slaginn en hann hefur spilað meira og minna meiddur allt mótið. Hann elskar að spila á móti þeim bestu og og hlakkar til að takast á við Paul Pogba, einn eftirsóttasta leikmann heims. „Það er alltaf best og skemmtilegast að spila á móti þeim bestu og hann er klárlega einn af þeim. Hann er einn þeirra miðjumanna í dag sem skarar fram úr. Þetta verður barátta en ég er tilbúinn að kljást við hvern sem er og hef gert það ágætlega hingað til á þessu móti. Það er bara annar bardagi á morgun sem menn erum tilbúnir í,“ sagði Aron Einar. Strákarnir okkar eru búnir að fella hvern risann á fætur öðrum á leið sinni í átta liða úrslitum EM. Þeir eru orðnir þaulvanir því að spila stóra leiki og því er spennustigið í góðu lagi fyrir morgundaginn. „Þú hittir naglann á höfuðið með spennustigið af því við erum alltaf að spila stærsta leikinn í sögu íslenska landsliðsins og kannski íslensks fótbolta. Menn eru bara vanari því eftir sem við spilum fleiri leiki. Líka þegar við erum búnir að sigrast á þeim hindrunum á vegi okkkar virðast hindranirnar framundan vera minni,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur bæði verið lofað en líka lastað fyrir að spila það sem er kallað einfaldur fótbolti. Heimir Hallgrímsson sagði sjálfur á fundinum í dag að Ísland spilar einfalt en það er líka það sem hefur skilað liðinu svona langt. „Ég meina einfaldur þannig að við spilum á okkar styrkleikum. Við vitum hvað við getum og ég hef oft sagt að ef við ætlum að spila eins og Spánverjar yrðum við bara léleg eftirlíking af þeim. Við vitum hvað við getum, við vitum hvar styrkleiki okkar liggur og við spilum upp á þann styrkleika. Það kalla ég að spila einfalt. Ef einhverjum finnst það vera lélegt eða niðurlægjandi er það bara þeirra skoðun,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18 Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39 Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið Heimir ætlar að bíða með frekari greiningu á árangri Íslands því hann er upptekinn af því að sigra Frakkland. 2. júlí 2016 16:02
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi Landsmenn brostu út að eyrum sólarhring fyrir stóru stundina á Stade de France. 2. júlí 2016 16:18
Aron: Synd að annar þeirra þurfi að hætta Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn geti leitað jafnt til Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. 2. júlí 2016 16:39
Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron Lars Lagerbäck reyndi að hvetja sína menn til dáða með myndvinnslu fyrir liðsfund íslenska liðsins. Það er ekki hans sterkasta svið. 2. júlí 2016 16:26