Sagna: Ísland veitti Englandi lexíu í reisn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 17:15 Bacary Sagna ræðir við fréttamenn. Vísir/AFP Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55