Samuel Umtiti mun spila sin fyrsta landsleik fyrir Frakkland þegar gestgjafararnir á EM mæta Íslandi.
Flautað verður til leiks á Stade de France klukkan 19.00, en lesa má beina textalýsingu frá leiknum héðan.
Umtiti kemur inn í stað Adel Rami sem er í banni og Moussa Sissoko kemur inn í stað N'Golo Kante sem er einnig í banni.
Allt byrjunarlið Frakklands má sjá hér að neðan.
Byrjunarlið Frakklands: Lloris (c) – Sagna, Koscielny, Umtiti, Evra – Pogba, Matuidi – Sissoko, Griezmann, Payet – Giroud.
