Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi.
„Það er frábært að byrja vel loksins og okkur tókst að skora nokkur mörk í kvöld,“ sagði hann í viðtali við franska sjónvarpið eftir leikinn í kvöld.
„Það eru mikil gæði í sókninni okkar og í kvöld fengum við mörg færi og gátum skorað mörg mörk. Mér fannst þetta besta frammistaða okkar á EM.“
Hann segir að Frakkland hafi undirbúið sig vel fyrir leikinn gegn Íslandi. „Við unnum saman sem lið alla vikuna og við þekktum vel til styrkleika íslenska liðsins. Við vorum í hæsta gæðaflokki í kvöld.“
Frakkland mætir Þýskalandi í undanúrslitum en þeir þýsku verða án Sami Khedira og Mario Gomez sem eru meiddir.
„Þeir eru ekki veikari fyrir vikið. Þeir eru heimsmeistararnir. Við munum nú hvíla okkur vel og undirbúa okkur vel fyrir þann leik,“ sagði Payet en Frakklandi mætir Þýskalandi í Marseille á fimmtudag.
Payet: Besti leikur okkar á EM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti



Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti