Aðeins þrjú lið hafa skorað fleiri mörk á EM 2016 í Frakklandi en Ísland.
Íslensku strákarnir gerðu átta mörk í leikjunum fimm sem þeir léku á EM en aðeins Frakkar, Walesverjar og Belgar hafa skorað fleiri.
Íslenska liðið var búið að gera sex mörk fyrir leikinn við Frakkland í 8-liða úrslitum í kvöld þar sem tvö mörk bættust við.
Sex leikmenn skoruðu þessi átta mörk Íslands á EM. Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu tvö mörk hvor og þeir Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Arnór Ingvi Traustason og Gylfi Þór Sigurðsson sitt markið hver.
Frakkar hafa skorað liða mest á EM, eða 11 mörk. Fimm þeirra komu í leiknum gegn Íslandi í kvöld. Antoine Griezmann hefur skorað fjögur af þessum 11 mörkum en hann er markahæstur á EM í Frakklandi.
Flest mörk á EM:
Frakkland - 11
Wales - 10
Belgía - 9
Ísland - 8
Þýskaland - 7
Ungverjaland - 6
Ítalía - 6
Portúgal - 6
Aðeins þrjú lið skorað meira á EM en Ísland
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti


