Acura NSX handsmíðaður í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 12:15 Það kom flestum á óvart þegar Honda tilkynnti að sportbíllinn Acura NSX yrði smíðaður í Bandaríkjunum, en vaninn er að japanskir bílaframleiðendur smíði sína allra öflugustu og bestu bíla heimafyrir í Japan. Honda ákvað að smíða bílinn í Ohio ríki og reisti sérstaka verksmiðju til þess sem er um 20.000 fermetrar að stærð og kostaði Honda hátt í 9 milljarða að byggja. Þar verður Acura NSX handsmíðaður og einungis framleiddir 8 til 10 bílar á dag og einungis af fyrirfram pöntuðum bílum. Honda skoðaði verksmiðjur Ferrari, Lamborghini, McLaren og Bentley áður en farið var í að reisa þessa sérstöku verksmiðju og vandaði vel til verka. Kaupendum boðið að skoða smíðina Í verksmiðjunni verður kaupendum boðið að koma og skoða smíði bíla þeirra. Í nágrenni verksmiðjunnar verður kaupendunum einnig boðið að reynsluaka eintaki af bílnum öfluga á sérstakri braut sem smíðuð hefur verið og þar kynnast þeir aksturshæfni þessa vandaða og öfluga bíls og þeim hraða sem hann ræður við í akstri. Mjög lítil er notað af vélmennum við smíði Acura NSX bílsins og flest handsmíðað líkt og gert er með marga ofurdýra og öfluga sportbíla, svo sem Nissan GT-R bílinn. Allir starfsmenn í verksmiðjunni hafa yfir 20 ára reynslu við smíði bíla og vill Honda tryggja með því að smíðin verði sem vönduðust. Loksins kominn í framleiðslu eftir 9 ára þróun Nú þegar hafa verið smíðaðir 160 eintök af NSX bílnum í nýju verksmiðjunni og fyrstu eintök hans fóru til kaupenda þann 1. apríl. Flestir þeirra verða reyndar notaðir sem reynsluakstursbílar og prufubílar fyrir blaðamenn, kaupendur og starfsfólk Honda sem hefur það hlutverk að tryggja að smíðin sé sem fullkomnust. Vél bílsins er einnig handsmíðuð og þar hafa allir starfsmenn a.m.k. 24 ára reynslu. Það tekur 5 til 6 klukkutíma að smíða hverja vél, en til samanburðar líða aðeins 30 sekúndur milli smíði hverrar fjöldaframleiddrar vélar í hefðbundna Honda bíla. Honda hefur verið mjög lengi að koma þessum Acura NSX bíl í framleiðslu, en hann var fyrst kynntur almenningi árið 2007 og lokaútfærsla hans var ekki kynnt fyrr en fyrir um einu ári síðan og hafa bílablaðamenn nú fengið að kynnast honum frá þeim tíma og lokið lofsorði á hann í hvívetna. Vonandi eru nýir kaupendur hans ánægðir og svo þarf reyndar að vera fyrir bíl sem kostar vestanhafs 156.940 dollara, eða um 19,5 milljónir króna. Acura NXS frá Honda er 573 hestafla bíll og með 9 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent
Það kom flestum á óvart þegar Honda tilkynnti að sportbíllinn Acura NSX yrði smíðaður í Bandaríkjunum, en vaninn er að japanskir bílaframleiðendur smíði sína allra öflugustu og bestu bíla heimafyrir í Japan. Honda ákvað að smíða bílinn í Ohio ríki og reisti sérstaka verksmiðju til þess sem er um 20.000 fermetrar að stærð og kostaði Honda hátt í 9 milljarða að byggja. Þar verður Acura NSX handsmíðaður og einungis framleiddir 8 til 10 bílar á dag og einungis af fyrirfram pöntuðum bílum. Honda skoðaði verksmiðjur Ferrari, Lamborghini, McLaren og Bentley áður en farið var í að reisa þessa sérstöku verksmiðju og vandaði vel til verka. Kaupendum boðið að skoða smíðina Í verksmiðjunni verður kaupendum boðið að koma og skoða smíði bíla þeirra. Í nágrenni verksmiðjunnar verður kaupendunum einnig boðið að reynsluaka eintaki af bílnum öfluga á sérstakri braut sem smíðuð hefur verið og þar kynnast þeir aksturshæfni þessa vandaða og öfluga bíls og þeim hraða sem hann ræður við í akstri. Mjög lítil er notað af vélmennum við smíði Acura NSX bílsins og flest handsmíðað líkt og gert er með marga ofurdýra og öfluga sportbíla, svo sem Nissan GT-R bílinn. Allir starfsmenn í verksmiðjunni hafa yfir 20 ára reynslu við smíði bíla og vill Honda tryggja með því að smíðin verði sem vönduðust. Loksins kominn í framleiðslu eftir 9 ára þróun Nú þegar hafa verið smíðaðir 160 eintök af NSX bílnum í nýju verksmiðjunni og fyrstu eintök hans fóru til kaupenda þann 1. apríl. Flestir þeirra verða reyndar notaðir sem reynsluakstursbílar og prufubílar fyrir blaðamenn, kaupendur og starfsfólk Honda sem hefur það hlutverk að tryggja að smíðin sé sem fullkomnust. Vél bílsins er einnig handsmíðuð og þar hafa allir starfsmenn a.m.k. 24 ára reynslu. Það tekur 5 til 6 klukkutíma að smíða hverja vél, en til samanburðar líða aðeins 30 sekúndur milli smíði hverrar fjöldaframleiddrar vélar í hefðbundna Honda bíla. Honda hefur verið mjög lengi að koma þessum Acura NSX bíl í framleiðslu, en hann var fyrst kynntur almenningi árið 2007 og lokaútfærsla hans var ekki kynnt fyrr en fyrir um einu ári síðan og hafa bílablaðamenn nú fengið að kynnast honum frá þeim tíma og lokið lofsorði á hann í hvívetna. Vonandi eru nýir kaupendur hans ánægðir og svo þarf reyndar að vera fyrir bíl sem kostar vestanhafs 156.940 dollara, eða um 19,5 milljónir króna. Acura NXS frá Honda er 573 hestafla bíll og með 9 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent