Myndbandið sýnir afar fjölþjóðlegan kokteil sterkra stúlkna sem syngja og dansa við lag Spice Girls með svipuðum hætti og þær gerðu í upphaflega myndbandi lagsins. Inn á milli birtist svo á veggjum, strætóum eða hurðum skilaboð sem stuðla að jafnrétti kynjanna.
Skilaboðin eru; „endum ofbeldi gegn stúlkum“, „gæðamenntun fyrir allar stelpur“, „endum barnabrúðkaup“ og „jöfn laun fyrir jafna vinnu“.
Myndbandið er unnið í samvinnu við The Global Goals sem er verkefnistofa innan Sameinuðu þjóðanna sem leggur áherslu á aðgerðir til þess að auka samvitund á milli landa á meðal yngri kynslóðarinnar.
Kryddpíurnar tóku virkan þátt í gerð myndbandsins og virðast afar stoltar af framtakinu og voru duglegar við að deila myndbandinu á Facebook síðum sínum í dag.
Hér fyrir neðan er svo upphaflega myndbandið frá 1996 til samanburðar.