Ítalía gæti vel orðið næsti höfuðverkur ESB Lars Christensen skrifar 6. júlí 2016 10:00 Fjármálamarkaðir heimsins virðast vera að ná sér eftir fyrsta áfallið vegna niðurstöðunnar úr þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um Evrópusambandið og þótt ESB-kerfið sé greinilega enn í sjokki eftir Brexit-ákvörðunina er greinilegt að fjármálamarkaðir heimsins virðast hafa náð jafnvægi eftir skammvinnt krampaflog. Hvað varðar Evrópusambandið er hins vegar alltof snemmt að álykta að við séum laus allra mála. Reyndar gæti verið að Brexit sé ekki stærsta áhyggjuefni ESB. Næsta stóra áhyggjuefni gæti verið Ítalía.Ítalía – 15 ár án hagvaxtar Ítalía er án nokkurs vafa eitt af þeim hagkerfum í Evrópu sem hafa staðið sig langverst síðasta áratuginn. Undanfarið hefur ótti vegna ástands ítalska bankageirans enn á ný komið upp á yfirborðið og í kjölfar Brexit-krísunnar hefur ítalski forsætisráðherrann Matteo Renzi lagt til meiri háttar björgunaraðgerðir fyrir ítalska bankageirann. En slíkar áætlanir myndu sennilega stangast á við nýjar reglur ESB sem þýða í raun að slíkar björgunaraðgerðir skuli fyrst og fremst fjármagnaðar af sparifjáreigendum og lánardrottnum frekar en skattgreiðendum, svo að í bili lítur úr fyrir að Renzi geti ekki fengið samþykki frá ESB fyrir nýjum bankabjörgunarpakka. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að ítölsku bankarnir eru í alvarlegum vanda og að hlutabréf í ítölskum bönkum hafa rýrnað um meira en helming að verðgildi á þessu ári. Vandamál ítalska bankageirans hefur lítið með Brexit-kosninguna að gera. Ítalski bankageirinn er í vanda af sömu ástæðu og ítölsk ríkisfjármál eru í klandri – skortur á hagvexti. Þannig hefur ekki orðið neinn raunverulegur bati í ítalska hagkerfinu síðan 2008. Raunar er verg landsframleiðsla núna að raunvirði næstum 10% minni en hún var í upphafi árs 2008 og það sem er jafnvel enn verra – raunvirði vergrar landsframleiðslu er núna það sama og það var fyrir 15 árum. Fimmtán ár án hagvaxtar – það er raunveruleiki ítalska hagkerfisins. Það eru ýmsar ástæður fyrir hagvaxtarleysi Ítalíu. Ein er sú staðreynd að Ítalía er í myntbandalagi – evrusvæðinu – sem landið hefði aldrei átt að ganga í. Hin djúpa kreppa á Ítalíu krefst mikillar slökunar á peningamálastefnu – það er að segja Ítalía þarfnast mun veikari „líru“, en Ítalía hefur ekki lengur líruna og þess vegna eru peningamarkaðsskilyrðin of stíf fyrir Ítalíu. Auk þess er Ítalía þjökuð af alvarlegum kerfisvandamálum – til dæmis stífum vinnumarkaðsreglum og neikvæðri mannfjöldaþróun. Afleiðingin er sú að útlitið er býsna dökkt hvað hagvöxt varðar. Og þótt hagvöxtur hafi aðeins tekið við sér síðasta árið er ekki hægt að segja að hann sé tilkomumikill og nýjasti órói á mörkuðunum hefur sennilega skaðað ítalskan hagvöxt enn frekar og Ítalía gæti auðveldlega lent í samdrætti á ný á komandi mánuðum ef bankavandamálin stigmagnast. Á meðan enginn hagvöxtur er til staðar er erfitt að sjá að skuldir einstaklinga og hins opinbera lækki að nokkru marki og þess vegna er mjög líklegt að við munum fljótlega sjá endurnýjaðar áhyggjur af bæði ítalska bankageiranum og ríkisfjármálum. Þess vegna gæti næsti höfuðverkur Evrópusambandsins vel orðið Ítalía. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjármálamarkaðir heimsins virðast vera að ná sér eftir fyrsta áfallið vegna niðurstöðunnar úr þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um Evrópusambandið og þótt ESB-kerfið sé greinilega enn í sjokki eftir Brexit-ákvörðunina er greinilegt að fjármálamarkaðir heimsins virðast hafa náð jafnvægi eftir skammvinnt krampaflog. Hvað varðar Evrópusambandið er hins vegar alltof snemmt að álykta að við séum laus allra mála. Reyndar gæti verið að Brexit sé ekki stærsta áhyggjuefni ESB. Næsta stóra áhyggjuefni gæti verið Ítalía.Ítalía – 15 ár án hagvaxtar Ítalía er án nokkurs vafa eitt af þeim hagkerfum í Evrópu sem hafa staðið sig langverst síðasta áratuginn. Undanfarið hefur ótti vegna ástands ítalska bankageirans enn á ný komið upp á yfirborðið og í kjölfar Brexit-krísunnar hefur ítalski forsætisráðherrann Matteo Renzi lagt til meiri háttar björgunaraðgerðir fyrir ítalska bankageirann. En slíkar áætlanir myndu sennilega stangast á við nýjar reglur ESB sem þýða í raun að slíkar björgunaraðgerðir skuli fyrst og fremst fjármagnaðar af sparifjáreigendum og lánardrottnum frekar en skattgreiðendum, svo að í bili lítur úr fyrir að Renzi geti ekki fengið samþykki frá ESB fyrir nýjum bankabjörgunarpakka. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að ítölsku bankarnir eru í alvarlegum vanda og að hlutabréf í ítölskum bönkum hafa rýrnað um meira en helming að verðgildi á þessu ári. Vandamál ítalska bankageirans hefur lítið með Brexit-kosninguna að gera. Ítalski bankageirinn er í vanda af sömu ástæðu og ítölsk ríkisfjármál eru í klandri – skortur á hagvexti. Þannig hefur ekki orðið neinn raunverulegur bati í ítalska hagkerfinu síðan 2008. Raunar er verg landsframleiðsla núna að raunvirði næstum 10% minni en hún var í upphafi árs 2008 og það sem er jafnvel enn verra – raunvirði vergrar landsframleiðslu er núna það sama og það var fyrir 15 árum. Fimmtán ár án hagvaxtar – það er raunveruleiki ítalska hagkerfisins. Það eru ýmsar ástæður fyrir hagvaxtarleysi Ítalíu. Ein er sú staðreynd að Ítalía er í myntbandalagi – evrusvæðinu – sem landið hefði aldrei átt að ganga í. Hin djúpa kreppa á Ítalíu krefst mikillar slökunar á peningamálastefnu – það er að segja Ítalía þarfnast mun veikari „líru“, en Ítalía hefur ekki lengur líruna og þess vegna eru peningamarkaðsskilyrðin of stíf fyrir Ítalíu. Auk þess er Ítalía þjökuð af alvarlegum kerfisvandamálum – til dæmis stífum vinnumarkaðsreglum og neikvæðri mannfjöldaþróun. Afleiðingin er sú að útlitið er býsna dökkt hvað hagvöxt varðar. Og þótt hagvöxtur hafi aðeins tekið við sér síðasta árið er ekki hægt að segja að hann sé tilkomumikill og nýjasti órói á mörkuðunum hefur sennilega skaðað ítalskan hagvöxt enn frekar og Ítalía gæti auðveldlega lent í samdrætti á ný á komandi mánuðum ef bankavandamálin stigmagnast. Á meðan enginn hagvöxtur er til staðar er erfitt að sjá að skuldir einstaklinga og hins opinbera lækki að nokkru marki og þess vegna er mjög líklegt að við munum fljótlega sjá endurnýjaðar áhyggjur af bæði ítalska bankageiranum og ríkisfjármálum. Þess vegna gæti næsti höfuðverkur Evrópusambandsins vel orðið Ítalía.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun