Það er ekkert lát á vinsældum drengjanna okkar í knattspyrnulandsliðinu sem margir virðast vera að skipta um félag eftir EM.
Belgískir fjölmiðlar greina frá því í dag að bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé líklega á leið til Lokeren.
Samkvæmt Het Nieuwsblad þá er Ari Freyr nálægt því að ná samkomulagi við Lokeren. Ari Freyr spilar með OB í Danmörku og á hálft ár eftir af samningi sínum þar.
Lokeren er nýbúið að missa bakvörðinn Denis Odoi til Fulham og félagið vill fá Ara Frey til þess að leysa hann af hólmi.
Ari Freyr spilaði gríðarlega vel á EM og áhuginn á honum þarf ekki að koma neinum á óvart.
Ari Freyr sagður á leið til Lokeren
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti



