Kynnir eldfjallaeyjuna í bókum og blöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2016 11:00 "Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við,“ segir Janina. Fréttablaðið/Stefán Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira