Dacia afhendir 4 milljónasta bílinn 7. júlí 2016 11:06 Dacia Duster. Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent
Sá áfangi náðist hjá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia að afhenda bíl númer 4.000.000 í vikunni frá yfirtöku Renault á fyrirtækinu árið 1999. Sá bíll var af gerðinni Dacia Duster og hefur sá bíll einmitt selst ágætlega hér á landi. Bíllinn var afhentur í Frakklandi, en þar seljast bílar Dacia einnig vel. Það á einnig við í Bretlandi og er þar talsverð eftirspurn eftir bílgerðunum Sandero, Logan MCV og Duster. Í Bretlandi hafa alls selst 78.000 Dacia bílar síðan sala þeirra hófst í apríl árið 2013. Það þýðir að af meðaltali seljast yfir tvö þúsund Dacia bílar í hverjum mánuði í landinu og slær Dacia þar við mörgum þekktari og eldri bílamerkjum sem þar eru seld. Sala Dacia á Íslandi hefur vaxið mjög að undanförnu og seldust til að mynda 178 Dacia bílar í síðasta mánuði samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Alls hafa verið seldir 454 Dacia bílar hér á landi í ár og um að ræða mikla aukningu frá árinu í fyrra. Markaðshlutdeild Dacia í nýjum seldum bílum á Íslandi í ár er yfir 3% og má rúmenski bílaframleiðandinn mjög vel við una. Dacia hefur verið í eigu Renault frá árinu 1999. Dacia var stofnað árið 1966 og er því 50 ára í ár. Alls hefur Dacia framleitt yfir 6 milljónir bíla frá stofnun fyrirtækisins.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent