Brúðkaupið fór fram í kastala fyrir utan Liverpool í Englandi og voru 100 gestir sem mættu. Meðal þeirra sem voru á staðnum voru Jennifer Hudson og Kelly Rowland en Serena Williams var einnig á gestalistanum en hún komst ekki þar sem hún er að keppa á Wimbledon í London um þessar mundir.
Ciara var glæsileg í sérsaumuðum kjól frá Roberto Cavalli á meðan Russell var í einföldum en flottum kjölfötum.

