Tómas fer á svið Húrra í kvöld ásamt hljómsveit sem heitir nafni hans og leikur hans tónlist sem væntanleg er á plötu í haust.
„Ég hef aldrei haldið tónleika í þessu samhengi en mikið unnið við tónlist í gegnum árin,“ segir Tómas. „Ég gerði mest allt sjálfur í hljóðverinu en fékk einn og einn til þess að gera eitt og annað. Svo þurfti hljómsveit til þess að flytja þetta á tónleikum og ég kýs að kalla verkefnið eftir sjálfum mér og fannst besta lendingin að kalla þetta hljómsveit.
Vanir menn í öllum hlutverkum
Í hljómsveitinni eru Guðmundur Óskarsson úr Hjaltalín á bassa, Magnús Trygvason Elíassen úr Moses Hightower á trommur, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Hilmir Berg á hljómborð ásamt Tómasi sjálfum.
„Þetta er draumkennd organísk raftónlist. Hún er spiluð á sviðinu en ekki forrituð.“
Hljómsveitin Tómas Jónsson fer á svið kl 21 í kvöld en Kippi Kaninus spilar einnig á tónleikunum sem fram fara á Húrra.
Hér má sjá lag Tómasar Jónssonar sem heitir Að komast burt.