5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Ritstjórn skrifar 8. júlí 2016 10:45 Haust-og vetrarlína HM er glæsileg eins og sjá má. Myndir/HM Nú hefur það loksins verið staðfest, eftir margra ára vangaveltur, sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz er að opna á Íslandi. Ekki er vitað með hvenær nákvæmlega er fyrirhuguð opnun en næsta vor ætti að vera vel gerlegt. Hver fagnar ekki þessum fréttum? Ritstjórn Glamour tók saman 5 ástæður fyrir því afhverju það er tilefni til að skála fyrir komu H&M til Íslands í kvöld. 1. Loksins. loksins, loksins getum við farið í frí til útlanda án þess að vera með pressuna bakvið eyrað að ná að komast í H&M til að birgja sig upp af nauðsynjarvöru í fataskápa heimilisins fyrir árið. Eða að kaupa jólagjafir á stórfjölskylduna. Nú er bara hægt að gera það hvenær sem er, allan ársins hring, heima og nýta fríið í að slaka á. Carol Lim og Humberto Leo frá Kenzo með Ann Sofie Johannsson frá H&M.Glamour/Getty2. Þegar stórfréttir um næsta fræga hönnunarsamstarf H&M rata til fréttirnar hér á landi getum við látið okkur hlakka til í stað þess að fara strax að athuga með flug til útlanda til að fá að vera með í fjörinu. Við missum líklegast af Kenzo en sperrum eyrun fyrir næsta ár. 3. Stór fataverslun í 101 Reykjavík! H&M hefur undirritað leigusamningun í Hafnartorgi (nýja húsið sem er verið að byggja beint á móti Arnarhól) og má draga þá ályktun að stærsta verslun þeirra hér á landi verði þar. Ekki hótel, ekki lundabúð, ekki veitingastaður. Fatabúð. Jej! 4. Aukin samkeppni og aukið vöruúrval á Íslandi. Og það í fatageiranum! Svo hefur mikið bæst í H&M fjölskylduna undanfarin ár. Heimilisdeild og glæsileg íþróttadeild sem kemur á óvart svo eitthvað sé nefnt. 5. Gera má ráð fyrir að koma verslanarisa á borð við H&M til landsins ýti fleiri risum til að horfa hingað til lands með það í huga að opna nýjar verslanir. Við erum að krossa putta yfir nokkrum góðum sem eru líka í uppáhaldi. Justin Bieber hefði aldrei komið til Íslands nema vegna þess að Justin Timberlake var búinn að gera það gott ... eða eitthvað þannig. Glamour Tíska Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour
Nú hefur það loksins verið staðfest, eftir margra ára vangaveltur, sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz er að opna á Íslandi. Ekki er vitað með hvenær nákvæmlega er fyrirhuguð opnun en næsta vor ætti að vera vel gerlegt. Hver fagnar ekki þessum fréttum? Ritstjórn Glamour tók saman 5 ástæður fyrir því afhverju það er tilefni til að skála fyrir komu H&M til Íslands í kvöld. 1. Loksins. loksins, loksins getum við farið í frí til útlanda án þess að vera með pressuna bakvið eyrað að ná að komast í H&M til að birgja sig upp af nauðsynjarvöru í fataskápa heimilisins fyrir árið. Eða að kaupa jólagjafir á stórfjölskylduna. Nú er bara hægt að gera það hvenær sem er, allan ársins hring, heima og nýta fríið í að slaka á. Carol Lim og Humberto Leo frá Kenzo með Ann Sofie Johannsson frá H&M.Glamour/Getty2. Þegar stórfréttir um næsta fræga hönnunarsamstarf H&M rata til fréttirnar hér á landi getum við látið okkur hlakka til í stað þess að fara strax að athuga með flug til útlanda til að fá að vera með í fjörinu. Við missum líklegast af Kenzo en sperrum eyrun fyrir næsta ár. 3. Stór fataverslun í 101 Reykjavík! H&M hefur undirritað leigusamningun í Hafnartorgi (nýja húsið sem er verið að byggja beint á móti Arnarhól) og má draga þá ályktun að stærsta verslun þeirra hér á landi verði þar. Ekki hótel, ekki lundabúð, ekki veitingastaður. Fatabúð. Jej! 4. Aukin samkeppni og aukið vöruúrval á Íslandi. Og það í fatageiranum! Svo hefur mikið bæst í H&M fjölskylduna undanfarin ár. Heimilisdeild og glæsileg íþróttadeild sem kemur á óvart svo eitthvað sé nefnt. 5. Gera má ráð fyrir að koma verslanarisa á borð við H&M til landsins ýti fleiri risum til að horfa hingað til lands með það í huga að opna nýjar verslanir. Við erum að krossa putta yfir nokkrum góðum sem eru líka í uppáhaldi. Justin Bieber hefði aldrei komið til Íslands nema vegna þess að Justin Timberlake var búinn að gera það gott ... eða eitthvað þannig.
Glamour Tíska Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour
Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24
Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34