Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Didier Deschamps vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður og vill endurtaka leikinn sem þjálfari. vísir/getty Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru fremur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil vonbrigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusambandsins sagði fyrir mótið að lágmarksvæntingar væru að ná í undanúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“Gregoire Fleurot, blaðamaður L’Equipe í Frakklandi.vísir/esáGlapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðingum í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, átti ótrúlegan leikmannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evrópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikurunum, ásamt Franz Beckenbauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakkland vann næstum 1-0 í framlengingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðsþjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kantarnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veikleikar íslenska liðsins liggi þar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira