Ekki bara einn Bale sem er á fleygiferð á EM | Dóttirin bræddi mörg hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 14:00 Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale. Vísir/Getty Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira