Willum: Við erum með betra fótboltalið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 22:40 Willum hvetur sína menn áfram í kvöld. Vísir/Eyþór Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, stýrði liði sínu í fyrsta sinn í kvöld í ágætum 2-1 sigri KR á n-írska liðinu Glenavon í forkeppni Evrópudeildarinnar. Var hinn nýbakaði, en reynslumikli þjálfari, þokkalega ánægður með leik sinna manna en hefði þó kosið fleiri mörk. „Spilið í liðinu var gott. Við vorum ákveðnir í því að láta spilið ráða og spila hratt. Það gerir þeim lífið erfiðara, það tókst á köflum mjög vel og það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk,“ sagði Willum Þór. Ljóst var á leik Glenavon að liðið var ekki í sínu besta formi en leikmenn þess sóttu þó grimmt í föst leikatriði og voru mjög aðgangsharðir í þeim. Sást það greinilega að Willum leið ekkert sérstaklega vel þegar gestirnir stilltu upp í horn og aukaspyrnur og kallaði hann mikið á sína leikmenn á meðan þeim stóð. „Það er svo mikilvægt að halda einbeitingu í föstu leikatriðunum. Þegar maður er orðinn ákafur í að skora þriðja markið þá eiga menn það til að gleyma sér. Ef ég næ eyrum eins er það þess virði. Þetta hjálpar svo manni sjálfum að vera lifandi í leiknum.“ sagði Willum um föstu leikatriðin. Sigurinn var langþráður enda sá fyrsti síðan í maí og er Willum bjartsýnn á framhaldið. „Þetta er gott fótboltalið og það eru mikil gæði okkar liði. Við vildum sýna það í kvöld og mér fannst það skína úr andlitum okkar að við vildum sigur. Við náðum í sigurinn og erum kátir með það. Þetta gefur okkur aukna trú núna í framhaldinu,“ sagði Willum sem var þó svekktur með að fá á sig útivallamarkið. „Svona hlutir gerast, við verðum bara að setja það á þá á móti í útileiknum. Við erum með betra fótboltalið og ef við gírum okkur vel í þeirra leik þá erum við með gæðin til þess komast áfram.“ Liðin spila aftur eftir slétta viku á Mourneview Park í Lurgan í Norður-Írlandi, þann 7. júlí. Liðið sem hefur betur í þessum tveimur viðureignum mætir svo Grasshoppers frá Sviss í annnarri umferðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glenavon 2-1 | Loksins kom langþráður sigur KR-inga KR vann ágætan sigur á n-írska liðinu Glenovan í Evrópudeildinni í kvöld. 30. júní 2016 21:30