„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júní 2016 11:26 Yolandi Visser og Ninja úr sveitinni Die Antwoord lögðu undir sig Laugardalshöll í gærkvöldi. Vísir/Hanna Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti. Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti.
Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33