Landsliðsfyrirliðinn mömmustrákur með leiðtogahæfileika frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2016 22:30 Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Systkini Arons Einars Gunnarssonar eru stolt af litla bróður sínum sem leiðir karlalandsliðið í knattspyrnu út á völlinn í þriðja skipti á stórmóti á miðvikudaginn gegn Austurríki. Aron Einar var virkur krakki, sýndi snemma leiðtogahæfileika, var svolítið frekur og mömmustrákur. Aron á fimm systkini og er yngstur. „Hann var náttúrulega rosalega virkur krakki, úti um allt,“ segir Hulda María Malmquist, systir Arons. Ekki hafi bara verið keppt í íþróttum heldur bókstaflega öllu. „Hver fór fyrstur í framsætið, hver var fyrstur með Moggann - fyrstur í þetta hús,“ segir Ása Maren Malmquist. Arnór Þór, bróðir þeirra, bætir við að margt hafi brotið. Hurðar og ljósakrónur og foreldrarnir ekki alltaf verið sáttir. „Þetta var skemmilegur tími,“ segir Arnór. Hann segir kannski aðeins of mikið að líkja ástandinu á heimilinu við dýragarð en vissulega hafi verið mikið fjör á heimilinu.Ekki frekja og þó? Ása Maren segir bróður sinn alltaf hafa verið kraftmikinn og stjórnað. „Hann var kannski ekki frekja,“ segir hún en Arnór skýtur inn í: „Jú!“ „Hann hefur alltaf verið mömmustrákur,“ segir Ása Maren og útskýrir að Arnór hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir litla bróður en tveggja ára munur er á þeim Aroni og Arnóri. Systkinin sáu öll strax að Aron væri líklegur til að ná langt í íþróttum. „Við höfum alltaf fylgt honum, fórum yfirleitt á leik hjá þeim bræðrum,“ segir Ása Maren. Ef þau hafi haft tíma hafi þau farið á leiki. „Þá áttum við bara að koma með.“Gerir allt til að ná leiknum Augljóst er að Aron Einar gengur ekki heill til skógar á Evrópumótinu. En hvernig tilfinning er það fyrir systkinin að vita af bróður sínum að spila í gegnum sársaukann? „Þetta er náttúrulega það fyrsta sem maður spyr hann að, hvernig ertu, ertu að fara að spila næsta leik,“ segir Ása. Þetta sé erfitt fyrir þau eins og hann. En hann gefi allt í þetta og geri allt sem hann geti til að ná leiknum á miðvikudaginn eins og öðrum landsleikjum Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira