Hodgson: Get ekki leynt vonbrigðum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 21:45 Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00
Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45