Fótbolti

Króatar sektaðir vegna óláta áhorfenda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona var stemningin í leiknum gegn Tékkum.
Svona var stemningin í leiknum gegn Tékkum. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að sekta Króata um 14 milljónir króna vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékkum.

Stuðningsmennirnir hentu blysum inn á völlinn sem leiddi til þess að dómarinn tók leikmenn af velli. Þeir snéru svo aftur og kláruðu leikinn.

Einnig virðist flugeldum hafa verið kastað inn á völlinn því einn slíkur sprakk í andlit vallarstarfsmanns.

Stuðningsmennirnir ku hafa verið að mótmæla spillingu í króatíska knattspyrnusambandinu en varaforseti sambandsins var handtekinn í fyrra fyrir fjárdrátt.

Króatíska knattspyrnusambandinu hefur þess utan verið meinað að selja þekktum óeirðaseggjum miða á leiki keppninnar. Það er aftur á móti uppselt á næsta leik Króata þannig að sömu bullurnar gætu átt miða þar.

Þetta er næsthæsta sekt mótsins en Rússar voru sektaðir um 21 milljón króna í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×