Game of Thrones: Bak við tjöld bardaga bastarðanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 11:00 Jon Snow í þrengingum. Mynd/HBO Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! Herir Jon Snow og Ramsay Bolton öttu loks kappi í síðasta þætti Game of Thrones og þvílíkur bardagi sem það var. Seinni helmingur þáttarins, sem er sá næstsíðasti í sjöttu seríu þáttanna, snerist allur um bardagann þar sem Wildlings, Norðanmenn og ýmsir aðrir hömruðu á hverjum öðrum með sverðum, spjótum, örvum og handafli í bardaga sem varð æ hrottalegri eftir því sem á leið á þáttinn. Líkin hrönnuðust upp og vonin var veik fyrir Jon Snow og félaga sína allt þar til að óvænt aðstoð barst eftir bardaga sem bandaríski vefmiðillinn Vox segir að sé „líklega stærsta og flóknasta bardagaatriði í sjónvarpssögunni.“ Alls þurfti að kalla til um 500 aukaleikara og 80 hesta til þess að vinna atriðið sem tók um 30 daga að klára.„Hvað varðar stærð, fjölda aukaleikara, fjölda áhættuleikara og fjölda tökudaga er þetta það stærsta sem við höfum gert,“ sagði þáttastjórnandi Game of Thrones, David Benioff, í viðtali við Entertainment Weekly fyrr á árinu. „Okkur hefur alltaf langað til að sýna alvöru bardaga milli tveggja herja,“ sagði einn handritshöfunda í viðtali við sama blað. Og þeim tókst það heldur betur. Bardaginn var stórbrotinn og náði að keyra það heim hversu örvæntingarfullur Jon Snow og liðsmenn hans voru orðnir gegn nánast óvinnandi vígi Ramsay Bolton í Winterfell.Framleiðendur þáttanna hafa gefið út tíu mínútna langt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á gerð bardagans. Myndbandið er afar fróðlegt og þar er vel farið yfir hvernig í ósköpunum það var hægt að framkvæmda þetta risavaxna atriði á snurðulausan hátt. Þar kemur fram einnig fram að Kit Harrington, sá sem leikur Jon Snow, var nærri troðinn undir 40 hesta hestastóð við gerð bardagans.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00 Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Game of Thrones: Öll sund lokuð Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 15. júní 2016 14:00
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15