Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund Íslands í heild sinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stade de France er heldur tómlegur en glæsilegur sem endranær í dag.
Stade de France er heldur tómlegur en glæsilegur sem endranær í dag. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, Hannes Þór Halldórsson, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátufyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France í Saint-Denis hverfinu í París í dag.

Strákarnir okkar flugu frá Chambérry til Parísar í dag og voru komnir til frönsku höfuðborgarinnar um klukkan 14 að staðartíma, tólf að íslenskum tíma. Í framhaldi af blaðamannafundinum munu strákarnir æfa á leikvanginum og verða fyrstu fimmtán mínútur æfingarinnar opnar fjölmiðlum.

Stade de France er í um tíu kílómetra fjarlægð frá miðbæ Parísar en stuðningsmannasvæðið er við Eiffel-turninn. Reikna má með því að Íslendingar muni fjölmenna þangað á morgun fyrir leikinn. Reyndar var annað stuðningsmannasvæði opið hér í Saint-Denis fyrstu daga EM en það verður lokað fram að 16-manna úrslitum.

Bein útsending frá fundinum var á Vísi og má sjá upptöku af honum hér fyrir neðan. Textalýsingu blaðamanns Vísis má finna í Twitter-kassanum þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×