Fótbolti

Vandræði með Fan Zone í París | Íslendingar hittast í Moulin Rouge

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allir á O'Sullivans.
Allir á O'Sullivans. vísir/vilhelm
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, hvetur Íslendinga til að koma og kætast með sér í Moulan Rouge-hverfinu á morgun fyrir leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.

Vandræðagangur verður á stuðningsmannasvæðunum í París á morgun. Prófavika er í gangi í Saint-Denis þar sem Ísland spilar gegn Austurríki á Stade de France og því opnar Fan Zone-ið þar ekki fyrr en 17.30 eða hálftíma fyrir leik Íslands.

Hitt Fan Zone-ið er við Eiffel-turninn í miðborg Parísar en það opnar ekki fyrr en 15.00. Tólfan ætlar að vera mætt tveimur tímum fyrir leikinn á Stade de France þannig lítið fæst út úr því að mæta við turninn.

Á heimasíðu Tólfunnar segir að hún hafi lagst í rannsóknarvinnu með aðstoð lögreglunnar í París og stuðningsmönnum Norður-Írlands. Hefur verið ákveðið að Tólfan og þeir sem vilja gleðast með Íslendingum fyrir leik hittist fyrir utan barinn O'Sullivans klukkan frá klukkan 11.00 en þaðan verður haldið á Stade de France klukkan 15.00.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Tólfunnar.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Strákarnir lentir í París

Íslenska landsliðið er komið til höfuðborgar Frakklands þar sem það mætir Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×