Fótbolti

Eiður Smári: „Eins og maður sé kominn heim“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári á hótelinu í Annecy.
Eiður Smári á hótelinu í Annecy. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson voru spurðir að því hvernig þeim liði á hótelinu í Annecy eftir allan þennan tíma. Sami hótelmatur, sami félagsskapur og fjarvera frá fjölskyldu og vinum.

„Eiður summeraði þetta svolítið skemmtilega upp þegar við komum upp á hótel í gær,“ sagði Aron Einar á fundinum. „Manni líður eins og maður sé kominn heim.“

„Þetta hótel hefur upp á allt að bjóða, menn eins og Magga Gylfa og Toggi (Þorgrímur Þráinsson) sem hafa verið að búa til ýmsa skemmtilega leiki og þrautir. Brjóta upp tímann,“ sagð Aron Einar og greinilegt að honum leiðist ekki í Frakklandi.

„Okkur líður svakalega vel og viljum ekki að þetta hætti,“ sagði Hannes Þór. „Við njótum þess að vera á þessum stað og spila fótbolta á stærsta sviðinu. Okkur leiðist ekki í eina sekúndu,“ sagði Hannes Þór og undirstrikaði að þeim leiddist ekki í eina sekúndu og elskuðu að taka þátt í þessu ævintýri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×